Samfélagsábyrgð

Samfélagsábyrgð

Við viljum vera öðrum fyrirmynd um ábyrga viðskiptahætti sem taka mið af umhverfinu og samfélaginu í heild sinni. Garri hefur unnið að innleiðingu stefnu um samfélagsábyrgð og tekið þátt í vitundarvakningu um samfélagsábyrgð fyrirtækja.


H1


Umhverfið

Við hjá Garra berum virðingu fyrir umhverfinu og leitumst við að lágmarka skaðleg áhrif rekstrarins á náttúruna. Umhverfisvitund endurspeglast í rekstri fyrirtækisins, stjórnun og daglegum störfum starfsfólks.

Umhverfismál skipta Garra máli og koma við sögu í öllu okkar starfi.

Garri hefur sett sér eftirfarandi markmið í þessum efnum:


  • Að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda
  • Að vinna að aðgerðum til að sporna við matarsóun
  • Að minnka myndun úrgangs til urðunar með því að flokka sorp
  • Draga úr notkun pappírs
  • Auka notkun á umhverfisvænum vörum
  • Auka umhverfisvitund starfsmanna
  • Mæla og miðla upplýsingum um stöðu og árangur á sviði umhverfismála
  • Að mæta þörfum viðskiptavinarins í umhverfismálum


Nýtt umhverfisvænt húsnæði úr endurnýtanlegum byggingarefnum, markmið um hámörkun í flokkun sorps og aðgerðir sem sporna gegn matarsóun.


Garri hefur tekið í notkun nýtt umhverfisvænt húsnæði að Hádegismóum 1 við Rauðavatn. Um byltingarkennt húsnæði er að ræða á Íslandi hvað umhverfisþætti varðar. Húsið er byggt og hannað til að valda lágmarks umhverfisáhrifum. Allt byggingarefni húsnæðis Garra er endurnýtanlegt.

Notast er við byltingarkennda tækni í frysti og kæli þar sem keyrt er á kolsýru í stað umhverfisspillandi efna á borð við freon eða ammoníak. Kolsýran sem Garri notar er 100% náttúrulegt efni sem hefur engin umhverfisspillandi áhrif. Kolsýran sem notuð er á kerfin kemur frá Hæðarenda í Grímsnesi sem lágmarkar umhverfisfótspor enn frekar.

Notast er við lithium rafhlöður í lyfturum og vinnuvélum í stað hefðbundinna sýrurafgeyma. Hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla eru við húsið og stefnt er að því að fjölga slíkum bílum í bílaflota Garra. Einnig eru tveir metan bílar í bílaflota Garra. Notast er við umhverfisvæna steinull sem einangrun í stað umhverfisspillandi polyurethane einangrunar. Öll lýsing í húsinu er hámarks orkusparandi LED lýsing.

Öll hitun í húsinu er hámarks orkusparandi. Snjallar lausnir í dreifingu varma með geislahitun gegna lykilhlutverki í að spara orku og hámarka afköst.

Garri er stoltur meðlimur í Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð, sem hefur það að markmiði að auka þekkingu á samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja.

Garri notast við umhverfisstjórnunarkerfið Klappir og safnar upplýsingum um alla umhverfisþætti fyrirtækis með rafrænum hætti. Umhverfisstjórnunarkerfið hjálpar okkur við að ná árangri í umhverfismálum og miðla upplýsingum um stöðu og árangur.

Með nýjum höfuðstöðvum Garra er leitast við að vera ábyrg gagnvart framtíð og íbúum landsins. Við lítum svo á að enginn sé undanskilinn, það er hlutverk okkar allra að vernda umhverfið.


Mannauður

Garri býr yfir kraftmiklum mannauði, jákvæðum og lausnarmiðuðum einstaklingum með góða samskiptahæfileika sem sinna spennandi störfum hjá framsæknu fyrirtæki. Frumkvæði, fagmennska, ástríða og jákvæð samskipti eru í hávegum höfð. Garri býður starfsfólki sínu upp á fyrirmyndar starfsaðstöðu, veitir styrki til endurmenntunar og líkamsræktar og fleira. Gætt er að jöfnum launum kynjanna og er Garri fjölskylduvænn og öruggur vinnustaður.


Þjónusta við viðskiptavini

Garri hefur viðskiptavini sína að leiðarljósi þegar kemur að hámörkun gæða í vörum og þjónustu ásamt því að stuðla að vistvænni virðiskeðju. Þannig styður fyrirtækið við viðskiptavini sem vilja bjóða sínum viðskiptavinum upp á vörur með vistvænan uppruna.

Garri leggur mikið upp úr gæðum í hráefni og framleiðslu sinna birgja og að þeir séu ábyrgir gagnvart samfélaginu og umhverfi. Garri styður einnig við innlenda framleiðslu og nýsköpun og vinnur náið með frumkvöðlum á þessu sviði.

Garri mætir umhverfisstefnu viðskiptavina sinna með lágmörkun á umbúðum við afhendingu vara.

Garri mætir umhverfisstefnu viðskiptavina sinna með góðu framboði á umhverfisvænum vörum.

Garri mætir umhverfisstefnu viðskiptavina sinna með auknu gagnsæi á vistvænum innkaupum sínum í formi rafrænnar upplýsingagjafar til viðskiptavina.

Þjónustuloforð Garra: Hraði, Áreiðanleiki og Gæði.


Góðgerðarmál

Garri lætur gott af sér leiða og styrkir mörg félög og samtök til góðra verka sem hafa jákvæð áhrif á samfélagið okkar.