Starfsumsókn

Starfsumsókn

Velkomin á ráðningarvefinn

Garri Hádegismóar 2019

Viltu verða hluti af metnaðarfullu teymi Garra?

Hægt er að senda inn starfsumsókn með því að fylla út formið hér til hliðar. Almennar umsóknir gilda í þrjá mánuði. Ef þú hefur enn áhuga á starfi hjá okkur að þeim tíma liðnum, hvetjum við þig til að endurnýja umsóknina þína.

Garri býr yfir kraftmiklum mannauði, jákvæðum og lausnarmiðuðum einstaklingum með góða samskiptahæfileika sem sinna spennandi störfum hjá framsæknu fyrirtæki. Heiðarleiki áreiðanleiki, ástríða, teymisvinna og jákvæð samskipti eru í hávegum höfð.

Garri býður starfsfólki sínu upp á fyrirmyndar starfsaðstöðu, veitir styrki til endurmenntunar og líkamsræktar og fleira. Gætt er að jöfnum launum kynjanna og er Garri fjölskylduvænn og öruggur vinnustaður.

Garri hlaut viðurkenningu á forvarnarverðlaunum VÍS fyrir góðan árangur í öryggis- og umhverfismálum. Við erum ótrúlega stolt og glöð með að vera í þessum hópi fyrirtækja og munum halda ótrauð áfram í að vera ábyrg gagnvart samfélaginu, umhverfinu, framtíðinni og íbúum landsins. Þá hlaut Garri einnig viðurkenningu frá VR sem fyrirtæki ársins 2019 að vali starfsmanna fyrirtækisins.

UM GARRA

Garri sérhæfir sig í innflutningi og sölu á gæðamatvöru, umbúðum og hreinlætislausnum fyrir veitingastaði, hótel, bakarí, mötuneyti, skóla og aðra opinbera aðila og fyrirtæki.

Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru að Hádegismóum 1 í Reykjavík.

Starfsfólk Garra hefur það markmið að þjónusta viðskiptavini vel og byggja ofan á það traust sem okkur hefur verið sýnt og jafnframt erum við vakandi gagnvart breytingum og nýjungum á markaði og vöruframboði. Við erum stolt af þeim vörum sem við höfum uppá að bjóða, vörum sem hafa unnið sér fastan sess hjá okkar viðskiptavinum.

Hjá fyrirtækinu starfa um 80 manns með fjölbreyttan bakgrunn og reynslu.