Námskeið með Essential Cuisine 8. mars 2022

Námskeið með Essential Cuisine 8. mars 2022

Námskeið með Essential Cuisine þriðjudaginn 8. mars.

Krydd, soð og glace.

Aðferðir og notkun á Streetfood kryddum og austrænum kryddum.

Tímasetning 14:00 til 16:00

robin-dudley_team.jpg

Námskeiðið er í formi sýnikennslu þar sem Robin Dudley þróunar kokkur Essential Cuisine kemur með hugmyndir um hvernig má nota krydd, soð og glace.

Robin hefur eytt aldarfjórðungi í að skapa sér feril sem afar farsæll matreiðslumaður. Eftir að hafa byrjað sem uppvaskari fór hann fljótlega að starfa við matreiðslu undir stjórn nokkurra af fremstu matreiðslumönnum Bretlands, þar á meðal Andrew Turner og Daniel Galmiche.

Robin hefur menntun sýna frá Dorchester í London, The Greenhouse og Cliveden House Hotel í Berkshire.

Robin er óþreytandi í hlutverki sínu hjá Essential Cuisine og notar margra ára reynslu sína til að fræða og kynna faglegar og tæknilegar lausnir.

Fyrir hverja er námskeiðið: Matreiðslufólk, nemar og annað fagfólk sem starfar við veitingagerð.

Skráning: Vinsamlegast fyllið út form hér til hliðar.

Takmarkað sætaframboð.

Námskeiðið fer fram á ensku.

Námskeiðið fer fram í húsnæði Garra að Hádegismóum 1, 110 Reykjavík á 4.hæð.