Essential Cuisine námskeið: Ný brögð, kraftar og kúnstir - 25. febrúar

Essential Cuisine námskeið: Ný brögð, kraftar og kúnstir - 25. febrúar

Garri í samstarfi við Essential Cuisine stendur fyrir spennandi námskeiði 25. febrúar 2020.

Námskeiðið fer fram í húsnæði Garra að Hádegismóum 1, 110 Reykjavík á 4.hæð. Námskeiðið hefst klukkan 13:30 og stendur til kl 15:30.

Ad2 Essential

Skráning:

Ef áhugi er fyrir hendi þá vinsamlegast skráið ykkur hér á Skráningarsíðu eða með því að senda tölvupóst á jondaniel@garri.is

Kynning á nýjum og eldri vörum frá Essential Cuisine

Námskeiðið er í formi sýnikennslu þar sem matreiðslumenn frá kynningar- og þróunardeild Essential Cuisine útbúa smakkrétti. Farið verður yfir hvernig hægt er að nota sósur, kryddblöndur og glace með áherslu á nýja vinkla.

Fyrir hverja

Matreiðslumenn, nema og annað starfsfólk eldhúsa í öllum geirum eldamennsku.

Leiðbeinendur

Howard Beasley og Jonathan Harvey-Barnes eru menntaðir matreiðslumenn með mikla reynslu úr eldhúsum í Bretlandi og hafa starfað við þróun í tilraunaeldhúsi Essential Cuisine og við kynningar á þeirra vörum.

Á kynningunni verður farið yfir

Nýja sósulínu sem inniheldur villisveppi ,pipar- og hollandeasesósur sem eru nú þegar í sölu ásamt nýrri humarsósu.

Nýja Asíu línu sem inniheldur blöndu af kryddum og marineringu í paste formi.

Spennandi krydd rub línu og fleiri þekktar vörur frá Essential Cuisine úr glace og soð línunni.

Hvað færð þú út úr því að mæta

Nýja vinkla í notkun á gæða glace og soðvörum frá Essential Cuisine.

Notkunarmöguleika á tilbúnum sósugrunnum sem hafa mikil náttúruleg gæði og geta nýst á margvíslegan hátt.

Sjá eitthvað nýtt á markaðnum í kryddi og marineringum og hafa jafnvel áhrif á úrval og vöruþróun hjá Garra.

Auka þekkingu á vörum Essential Cuisine og auka þekkingu á notkunarmöguleika þeirra.

Ath. Takmarkað sætaframboð – fyrstur kemur fyrstur fær.

Ath. Námskeiðin fer fram á ensku.

Heimasíða Essential Cuisine

www.essentialcuisine.com