Pappír og handþvottur

Pappír og handþvottur

Sjálfbær pappírsframleiðsla hjá Katrin

Pappírsframleiðandinn Katrin er í eigu Metsä Group og framleiðir meðal annars hreinlætispappír. Fyrirtækið, sem er í eigu finnskra skógarbænda, leggur sig fram um að lágmarka umhverfisáhrif af starfsemi sinni allt frá hráefnisöflun til framleiðslu og alla leið til kaupanda. Í skógræktinni er hver einasta grein notuð í framleiðslu, hvort sem um er að ræða timbur, hverskonar pappír eða líforku. Skógræktin er Svansvottuð, ber umhverfismerki ESB Eurolabel og er vottuð af Forest Stewardship Council FSC sem meðal annars snýst um að stöðva ofnýtingu skóga og stuðla að sjálfbærri skógrækt. Fyrir hvert fellt tré er fjórum nýjum plantað í staðinn, þannig er stöðugum vexti skóganna viðhaldið. Fyrirtækinu er umhugað um öll sín umhverfisáhrif og hefur CO² losun þess minnkað um 45% frá árinu 2009 og um 90% af orkunotkun þess kemur úr endurnýjanlegri orku.

KATRIN PAPPÍR

KATRIN SÁPUR OG STANDAR