Laus störf

Laus störf

Hefur þú áhuga á að starfa á skemmtilegum vinnustað með framúrskarandi starfsaðstöðu?

Starfsfólk Garra hefur gildi fyrirtækisins, heiðarleika, áreiðanleika og ástríðu að leiðarljósi í öllu sínu starfi. Gildin endurspegla grundvallarviðhorf og hugmyndir sem liggja að baki fyrirtækjamenningu Garra.

Við hvetjum þig til að leggja inn almenna umsókn og við höfum þig í huga þegar starfstækifæri koma hjá okkur.

Almenn umsókn

Viltu verða hluti af metnaðarfullu teymi Garra?

Allar umsóknir eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.

Umsóknum um auglýst störf er svarað þegar umsóknarfrestur er liðinn.

Almennar umsóknir gilda í þrjá mánuði. Ef þú hefur enn áhuga á starfi hjá okkur að þeim tíma liðnum, hvetjum við þig til að endurnýja umsóknina þína.

Alfreð merki

Sótt er um á vef Garra

Senda inn umsókn

Kvöld og helgarvaktir í vöruhúsi

Fyrirmyndar aðstaða og skemmtileg liðsheild

Vegna mikilla verkefna óskum við eftir að ráða duglega og áreiðanlega starfsmenn í vöruhús okkar að Hádegismóum á kvöld- og helgarvaktir. Vaktirnar eru á sunnudögum kl. 15 til 20 og á mánudögum, þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum frá kl.16 til 21.

Helstu verkefni:

  • Tiltekt á vörum í pantanir
  • Móttaka og frágangur á vörum
  • Önnur tilfallandi verkefni

Hæfniskröfur:

  • Rík þjónustulund
  • Góð samskipta- og samstarfshæfni
  • Dugnaður, áreiðanleiki og stundvísi
  • Íslenskukunnátta er skilyrði
  • Fyrri reynsla í vöruhúsastarfi og lyftarapróf er kostur

Garri sérhæfir sig í innflutningi og sölu á gæðavörum í matvöru og matvælaumbúðum fyrir veitingastaði, hótel, bakarí, mötuneyti, skóla og aðra opinbera aðila og fyrirtæki. Jafnframt sérhæfir Garri sig í heildarlausnum á rekstrar- og hreinlætisvörum fyrir fyrirtæki og stofnanir. Hjá Garra starfa um 60 starfsmenn með víðtæka hæfni og þekkingu.

Sótt er um í gegnum starfasíðuna Alfreð.

Alfreð merki

Kvöld og helgarvaktir í vöruhúsi

Sækja um starf