Nýjustu fréttir

Garri stóð fyrir keppninni Eftirréttur ársins og Konfektmoli ársins í dag

Fréttir garra
10. nóv 2022

Garri hefur haldið eftirrétta keppnina frá árinu 2010 og konfektmolann frá árinu 2017. Garri heldur keppnina í samstarfi við Cacao Barry sem leitast stöðugt við að þjóna matreiðslufólki með því að bjóða hágæða súkkulaði og efla sköpunargáfu matreiðslumanna. 100% af Cacao Barry kakóbaunum styður við sjálfbæra uppskeru.

Þema keppninnar í ár var Ávaxtarík upplifun og voru skylduhráefnin ákveðin áskorun fyrir keppendur sem sýndu mikla fagmennsku og metnað. Dæmt var meðal annars eftir samsetningu hráefna, bragði, áferð og frumleika. Jafnframt var dæmt eftir framsetningu og faglegum vinnubrögðum.

Sigurvegari í Eftirréttur ársins 2022 er Ísak Aron Jóhannsson, hjá Lux Veitingum, í öðru sæti var Dagur Hrafn Rúnarsson, aðstoðarmaður íBocuse d‘Or og í þriðja sæti var Guðgeir Ingi Kanneworff Steindórsson hjá veitingastaðnum Óx.

Sigurvegari í Konfektmola ársins er Bianca Tiantian Zhang, hjá Sandholt bakarí, í öðru sæti var Aðalheiður Reynisdóttir hjá Reykjavík Edition og í þriðja sæti var Filip Jan Jozefik hjá veitingastaðnum Mika.

Sigurvegari í Eftirréttur ársins og í Konfektmola ársins fengu í verðlaun námskeið hjá Chocolate Academy Cacao Barry.

Dómarar í Eftirréttur ársins

Ólöf Ólafsdóttir. Fyrsta sæti í Eftirréttur Ársins árið 2021 og Head pastry chef Monkeys.

Sebastian Pettersson, Executive pastry chef hjá Tak í miðborg Stokkhólms og liðsstjóri sænska ungliða kokkalandsliðs. .

Sigurjón Bragi Geirsson, Bocusd d’Or keppandi 2021-2023, kokkur ársins 2019 og þjálfari íslenska kokkalandsliðsins árið 2020.

Dómarar í Konfektmoli Ársins

Karl Viggó Vigfússon eigandi Héðinn Kitchen & Bar og stofnandi Blackbox, Omnom og Skúbb.

Vigdís Mi Diem Vo. Fyrsta sæti í Konfektmoli ársins 2021, 2.sæti í Konfektmoli ársins 2020, 3. sæti í Konfektmoli ársins 2019, 3.sæti í Eftirréttur ársins árið 2013. Eigandi Kjarr Restaurant.

Við óskum keppendum til hamingju með frábæran árangur

Lesa nánar

Garri býður þér á Stóreldhúsið 2022

Fréttir garra
31. okt 2022

Fimmtudaginn 10.nóvember og föstudaginn 11. nóvember verður Garri á Stóreldhússýningunni í Laugardalshöll.

Eftirréttur ársins og Konfektmoli ársins verður haldinn á fimmtudeginum og úrslit tilkynnt kl. 17.

Föstudaginn 11.nóvember frá klukkan 12 -18 verður kynning á vöruúrvali Garra og Hjónbandsþvælu Bölgerðarinnar.

Hlökkum til að sjá þig!

Lesa nánar

Ardo námskeið þann 2. nóvember 2022

Fréttir garra
20. sep 2022

Ardo námskeið, miðvikudaginn 2.nóvember

Námskeiðið er núþegar uppbókað

Salatbarir, meðlæti, grænmetisréttir & kryddjurtir

Tímasetning 14:00 til 16:00

Lesa nánar

Skráning er hafin í Eftirréttur Ársins og Konfektmoli Ársins 2022 Ávaxtarík upplifun

Fréttir garra
07. sep 2022

Eftirréttur ársins og Konfektmoli ársins verður haldinn fimmtudaginn 10. nóvember á sýningunni Stóreldhúsið 2022 í Laugardalshöll. Garri hefur haldið keppnina Eftirréttur ársins frá árinu 2010 og Konfektmoli ársins frá árinu 2017.

Keppnisrétt hafa þeir sem lokið hafa sveinsprófi í matreiðslu, konditori og bakaraiðn eða eru á nemasamning í fyrrnefndum greinum. Undantekningartilvik frá ofan nefndu verða metin sérstaklega.

Keppendur fá ítarlega lýsingu á keppnisreglum og aðstöðu að lokinni skráningu.

Þema keppninnar í ár er ávaxtarík upplifun

Eftirfarandi hráefni eru skylduhráefni:

Cacao Barry; Evocao™. bragðmikið og ávaxtaríkt dökkt súkkulaði, unnið 100% úr hreinum kakóávöxtum. 100% sjálfbært súkkulaði.CapFruit ávaxtapúrra, RabarbaraAndrea Milano, Balsamic Aceto Di Modena
Lesa nánar

Umhverfisskýrsla Garra 2021

Fréttir garra
20. júl 2022

Heildarlosun Garra minnkaði um 5,4% milli ára, frá árinu 2020 til ársins 2021.

Umtalsverður árangur hefur náðst í losunarkræfni frá fyrri árum. Rekja má þann árangur til notkunar á vélum og tækjum sem nýta sér orkusparandi lausnir sem hafa gert Garra kleift að reka mun stærra húsnæði og tækjabúnað á umhverfisvænni hátt.

Með bættum tækjabúnaði, verkferlum og sjálfvirknivæðingu m.a. með tilkomu netverslunar sem hefur skilað betra flæði í pöntunarferli og afgreiðslu, hefur losunarkræfni starfsmanna lækkað um 11,9% frá fyrra ári.

Á undanförnum árum hefur eyðsla á km minnkað vegna bættrar tækni í bílum og endurnýjun hefur átt sér stað. Eitt af markmiðum ársins 2021 var að bæta hlutfall rafmagnsbíla á móti bensín/díselbílum og það náðist. Fjórum plug-in-hybrid bílum var bætt við flotann á árinu 2021 og er nú hlutfall umhverfisvænni bíla (metan/plug-in hybrid) á móti dísel/bensínbílum orðið um það bil 30% en árið 2020 var hlutfallið um 15%.

Vel hefur tekist til eftir að húsnæðið var tekið í notkun 2018 að fínstilla hitakerfi og leita leiða til að hámarka orkunýtingu sem hefur náð ákveðnum stöðugleika.

Árangur í flokkun hefur verið ágætur á síðustu árum og var 34% úrgangs flokkað á árinu 2021. Stefnt er að hærra hlutfalli flokkunar úrgangs á árinu 2022. Flokkun hjá Garra á sér stað á öllum sviðum, þ.e. á pappír, plasti, pappa, timbri og lífrænum úrgangi.

Umhverfisskýrsla 2021

Lesa nánar

Frídagur verslunarmanna

Fréttir garra
19. júl 2022

Við viljum hvetja alla til þess að panta tímanlega fyrir verslunarmannahelgi. Einnig viljum við vekja athygli á því að mikið álag er í vöruhúsi Garra þegar vinnuvikan er stutt eins og verður eftir verslunarmannahelgi. Ef tækifæri gefst þá værum við afar þakklát ef pantanir bærust með auknum fyrirvara í gegnum vefverslun.

Pantanir sem berast með tölvupósti

Vinsamlegast athugið að pantanir sem berast með tölvupósti yfir verslunarmannahelgina berast síðar í vöruhús og ná ekki í tiltekt áður en bílarnir fara frá Garra á þriðjudagsmorgun.

Til að tryggja skjóta og örugga afgreiðslu bendum við á vefverslun Garra

TAKK.

Starfsfólk Garra.

Lesa nánar

Garri hlýtur jafnlaunavottun

Fréttir garra
22. jún 2022

Garri hlaut á dögunum jafnlaunavottun frá vottunarstofunni BSI á Íslandi. Jafnlaunavottunin er staðfesting þess að jafnlaunakerfi Garra samræmist kröfum jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. Með jafnlaunavottuninni öðlast Garri heimild til að nota jafnlaunamerkið til næstu þriggja ára.

Megintilgangur jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnustöðum.

Rakel Heiðmarsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri, bar ábyrgð á innleiðingu jafnlaunavottunar hjá Garra og mun fylgja henni eftir á komandi mánuðum og árum. “Ég lít á þetta sem spennandi tækifæri til að tryggja sanngjarna og faglega ákvörðunartöku þegar kemur að launum og starfsþróun starfsmanna hjá Garra” segir Rakel.

“Það er virkilega ánægjulegt að Garri sé kominn í hóp öflugra fyrirtækja sem vinna samkvæmt faglegu ferli jafnlaunavottunar” segir Magnús R. Magnússon, framkvæmdastjóri Garra.

Lesa nánar

Vefnámskeið hjá Ardo – Pokeskálar

Fréttir garra
13. jún 2022

Föstudaginn 17.júní var Ardo með vefnámskeið – Pokeskálar. Farið var yfir nokkrar einfaldar og girnilegar uppskriftir sem hægt er að setja á borðið á skömmum tíma. Skálarnar eru bragðmiklar, fljótlegar og einfaldar í undirbúningi.

Ardo fylgir nýjustu stefnum í matargerð og þess vegna hafa kokkar þeirra einbeitt sér að hinum fjölbreytta heimi pokeskála undanfarna mánuði.

Ardo er með mikið úrval af nýfrystum hráefnum til að útbúa pokeskálar með auðveldum hætti.

Ardo leggur áherslu á sjálfbærar framleiðsluaðferðir í landbúnaði og stendur MIMOSA áætlun þeirra fyrir lágmarksáhrif, hámarksafköst, sjálfbær landbúnaður.

✅ Nú þegar þrifið, þvegið og skorið

✅ Tilbúið til að elda

✅ Í boði allt árið

✅100% þægindi

✅ Sjálfbær framleiðsla

✅ Gæði

LINKUR

LINKUR Á UPPTÖKU HÉR

Lesa nánar

17.júní

Fréttir garra
13. jún 2022

Það er nóg að gera í vöruhúsi Garra þessa dagana. Snillingarnir sem þar starfa hafa lagt sig alla fram síðustu daga til að ná okkar góða þjónustustigi. Framundan er aftur fjögurra daga vinnuvika í Garra og því viljum við hvetja alla til þess að panta tímanlega.

Við bendum jafnframt á vefverslun Garra til að tryggja skjóta og örugga afgreiðslu.

Við erum afar þakklát fyrir gott samstarf við okkar viðskiptavini og fyrir þann skilning sem við fengum í síðustu viku þegar tafir voru á afgreiðslu.

TAKK.

Starfsfólk Garra.

Lesa nánar
Síða 5 af 14