Mannauður

Mannauðurinn er dýrmætasta auðlind Garra

Starfsfólk Garra hefur gildi fyrirtækisins, heiðarleika, áreiðanleika og ástríðu að leiðarljósi í öllu sínu starfi. Gildin endurspegla grundvallarviðhorf og hugmyndir sem liggja að baki fyrirtækjamenningu Garra.

Við höfum ástríðu fyrir starfi okkar, sýnum frumkvæði og metnað í starfi. Við berum virðingu gagnvart hvort öðru, erum heiðarleg og uppbyggileg í samskiptum.

Hjá Garra er öflug teymisvinna, skemmtileg og hlýleg vinnustaðamenning og heilbrigt og skapandi starfsumhverfi.

Hjá Garra er öflugt fræðslustarf og tækifæri til faglegs og persónulegs vaxtar. Markmið okkar er að efla hæfni og öryggi allra starfsmanna.

Garri býður starfsfólki sínu upp á fyrirmyndar starfsaðstöðu, veitir styrki til endurmenntunar og hvetur til heilbrigðis. Gætt er að jöfnum launum kynjanna og Garri er fjölskylduvænn og öruggur vinnustaður.

Öryggis- og umhverfismál

Garri hlaut viðurkenningu á forvarnarverðlaunum VÍS fyrir góðan árangur í öryggis- og umhverfismálum. Við erum ótrúlega stolt og glöð með að vera í þessum hópi fyrirtækja og munum halda ótrauð áfram í að vera ábyrg gagnvart samfélaginu, umhverfinu, framtíðinni og íbúum landsins.

Laus störf

Hefur þú áhuga á að starfa á skemmtilegum vinnustað með framúrskarandi starfsaðstöðu? Hér má sjá lausar stöður hjá Garra.