Innblástur fyrir morgunverðarborð, fundi og ráðstefnur - námskeið þann 11. apríl 2024

Vandemmortele námskeið

Fimmtudagur 11. apríl

Tímasetning 14:00 til 16:00

Fimmtudaginn 11.apríl kl. 14 verður námskeið í Garra þar sem bakarameistararnir Aime og Jessica kynna nýjungar og veita innblástur fyrir morgunverðarborð, fundi og ráðstefnur.

Sýnum og prufum úrval af hamborgarabrauðum, pinsa og foccacia, brauðbollur, brauð og kökur.

  • Aimé Pype, Bakarameistari hjá Vandemoortele
  • Jessica Dejonghe, Bakarameistari & sérfræðingur í sætabrauðum hjá Vandemoortele

Hjá Vandemoortele hefur bragð og ánægja verið ástríða í yfir 100 ár. Hversdagsmatur á að vera hversdags ánægja - hvaða tilefni eða máltíð sem er, engar málamiðlanir eru gerðar gagnvart bragðupplifun.

Starfsfólk Vandemoortele leggur áherslu á að læra af viðskiptavinum. Í samtali og samstarfi koma frábærar hugmyndir og lausnir sem virka fyrir þá.

Frábært bragð byggir á gæða hráefnum, þekkingu og handverki.

Fyrir matreiðslufólk, bakara, nema og annað fagfólk sem starfar í veitingageiranum.

Takmarkað sætaframboð • Námskeiðið fer fram á ensku

Námskeiðið fer fram í húsnæði Garra að Hádegismóum 1, 110 Reykjavík á 4.hæð.