Zéphyr Caramel í aðalhlutverki í eftirréttakeppni Garra

 

Það gleður okkur að kynna að nýja súkkulaðið Zéphyr Caramel 35% frá Cacao Barry verður í aðalhlutverki í eftirréttakeppni Garra í október 2017.

 

Zéphyr Caramel er hvítt súkkulaði með einstöku karamellubragði og saltkeim.

 

Nú hafa Cacao Barry og Garri útbúið laufléttan spurningaleik þar sem hægt er að vinna 5 kg af Zéphyr Caramel 35%.

Taktu þátt í Karamelluorrustu Cacao Barry og Garra, það er til mikils að vinna fyrir bragðlaukana.

 

- TAKTU ÞÁTT HÉR - 

 

Taktu forskot og tileinkaðu þér þessa spennandi nýjung!

 

Grunnvörur á frábæru tilboði

 

Mikið úrval af grunnvörum í eldhúsið er nú á tilboði hjá okkur. Nú er því tækifæri fyrir skólaeldhús, mötuneyti, stóreldhús og veitingastaði að birgja sig upp af vönduðum vörum frá gæða framleiðendum.


Tilboðin gilda til 27. september 2017.


Sjón er sögu ríkari!


Smelltu hér til að skoða tilboðið nánar.

 

Sölumenn Garra taka ávallt vel á móti þér í síma 5 700 300 og á garri@garri.is

 

Dásamlegar kökur á sumartilboði

 

Nú er sumartilboð á Sidoli kökunum sem gildir út júlí mánuð. Glæsilegt úrval af háhæða kökum sem eru hreint út sagt syndsamlega góðar!

Við kynnum einnig úrval af glútenlausum og mjólkurlausum kökum. Þörf fyrir glútenlausar vörur er sívaxandi og fagnar starfsfólk Garra því að geta boðið upp á þennan valkost.

Sidoli er leiðandi vörumerki í framleiðslu eftirrétta í Evrópu og mikil áhersla er lögð á lúxus vörur þar sem gæðin skipta öllu máli.

Hér getur þú skoðað dásemdirnar sem eru í boði á sumartilboði:

 

Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við söludeild Garra í síma 5700300.

 

Nýtt súkkulaði á kynningartilboði

 

Nýja súkkulaðið Zéphyr Caramel 35% frá Cacao Barry er nú á kynningartilboði.

Þetta súkkulaði verður í aðalhlutverki í eftirréttakeppni Garra í október 2017.
Vertu með þeim fyrstu til að prófa!

Zéphyr Caramel er hvítt súkkulaði með einstöku karamellubragði og saltkeim.

Taktu forskot og tileinkaðu þér þessa spennandi nýjung!

 

Sjá tilboð hér:

 

Hafðu samband við söludeild Garra í síma 5700 300 eða sendu inn pöntun á garri@garri.is

 

Vorgleði Garra 2017

 

Mikil gleði og fjör var í Vorgleði Garra föstudaginn 5. maí í Listasafni Reykjavíkur.

Boðið var stórglæsilegt að vanda og vel sótt af viðskiptavinum Garra og fólki úr bransanum.

Starfsfólk Garra þakkar gestum sérstaklega fyrir komuna og óskar viðskiptavinum góðs gengis á árinu!

 

Nýr og glæsilegur vörulisti Garra 2017 er kominn út!

 

Nýi vörulistinn er kominn út og er hann kominn í dreifingu til viðskiptavina. Vöruframboðið í listanum er að venju fjölbreytt og spennandi og má þar finna fjölmargar nýjungar í enn breiðari vöruúrvali en áður.

Vörulistinn er nú aðgengilegur á heimasíðu Garra og skiptist í Matvörusvið og Hreinlætissvið.

Eins er hægt að hlaða honum niður með því að smella á eftirfarandi hlekki:


Vörulisti Garra 2017 - Matvörusvið
Vörulisti Garra 2017 - HreinlætissviðVið hvetjum alla til að skoða vörulistann og hafa samband við söludeild Garra í síma 5700 300 ef spurningar vakna.

 

Vorgleði Garra föstudaginn 5. maí 2017 - Taktu daginn frá!

 

Garri býður viðskiptavinum og velunnurum sínum í Vorgleði í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu, föstudaginn 5. maí n.k. kl. 18:00-20:00.

Léttar veitingar fleira skemmtilegt í boði.

Okkur þætti afar vænt um að sjá þig!

Starfsfólk Garra

 

 

Opnunartími Garra yfir páskahátíðina

 

Opnunartími Garra yfir páskahátíðina verður sem hér segir: 

Skírdagur, Fimmtudagur 13. apríl - LOKAÐ
Föstudagurinn langi, Föstudagur 14. apríl - LOKAÐ
Annar í páskum, Mánudagur 17. apríl - LOKAÐ
Þriðjudagur 18. apríl - OPIÐ
Miðvikudagur 19. apríl - OPIÐ
Sumardagurinn fyrsti, Fimmtudagur 20. apríl - LOKAÐ
Föstudagur 21. apríl - OPIÐ

Viðskiptavinir eru hvattir til að gera pantanir tímanlega.

Gleðilega páska og gleðilegt sumar!

Starfsfólk Garra

 

Ný sýn á frosið grænmeti, ávexti & kryddjurtir

 

Garri og Ardo stóðu fyrir glæsilegu námskeiði og kynningu á Ardo vörum undir fyrirskriftinni "Ný sýn á frosið grænmeti, ávexti og kryddjurtir". Námskeiðið fór fram í húsakynnum Garra þann 14. og 15. febrúar síðastliðinn þar sem Peter De Wandel sýndi aðferðir við matreiðslu úr hráefni frá Ardo.

Mikil ánægja var meðal þátttakenda en rúmlega 100 manns sóttu námskeiðið sem þótti afar vel heppnað í alla staði, skemmtilega framsett og fullt af fróðleik.

Frábært tilboð á Ken Láctea rjóma

 

Garri kynnir með ánægju tilboð á vinsæla Ken rjómanum á aðeins 390 kr/ltr + vsk út febrúar 2017 eða á meðan birgðir endast.

Ken Láctea 35% rjóminn er einstaklega góður til þeytingar og eftirréttagerðar.

Fullkominn í kökuna, eftirréttinn og fyrir bolludaginn!

 

Hafðu samband við söludeild Garra í síma 5700 300 eða sendu inn pöntun á garri@garri.is

 

Garri heildverslun

Skrifstofa, söludeild og lager 

Lyngháls 2, 110 Reykjavík
Netfang: garri@garri.is
Sími: 570 0300

Opnunartími:
Mánudaga til fimmtudaga kl. 8:00-17:00
Föstudaga kl. 8:00-16:00
Lokað laugardaga og sunnudaga

Samfélagsmiðlar

Fylgstu með Garra á:

Við styrkjum

Kokkalandslidid Klubbur matreidslumeistara

Myndir