Í dag eru liðin 50 ár frá stofnun Garra

þriðjudagur 14. mars 2023 kl. 13.00
Fréttir garra
1920x1080@2x-8

Fagmennska í 50 ár

Þann 14. mars árið 1973 stofnaði faðir minn Magnús R. Jónsson Garra, með þeim tilgangi að flytja inn matvöru. Ég var svo lánsamur að fá að starfa við hlið hans frá unga aldri og taka þátt í vexti og þróun fyrirtækisins.

Frá upphafi hefur Garri viljað vera fyrirmynd um ábyrga starfsemi sem tekur mið af umhverfinu og samfélaginu í heild sinni. Með ástríðu fyrir starfi okkar og áherslu á stöðugar umbætur, sjálfbærni og eflingu mannauðs ætlum við að tryggja ábyrga starfsemi, hagaðilum, samfélagi og umhverfi til heilla.

Vegferð okkar í sjálfbærni og frumkvæði til meiri árangurs á þeim vettvangi má rekja aftur til ársins 2015 þegar hafist var handa við að safna skipulega upplýsingum um úrgang og undirbúa flutning í Hádegismóa, en húsið er byggt og hannað til að valda lágmarks umhverfisáhrifum.

Á síðasta ári hófst síðan markviss vinna að heildstæðri sjálfbærnistefnu og markmið fyrir árið 2023 voru sett. Starfsfólk Garra tók virkan þátt í greiningu og vali á sjálfbærniáherslum sem eru ábyrg starfsemi, mannauður, aðfangakeðja og viðskiptavinir.

Nánar um markmið Garra sjálfbærni.

Grunngildi Garra eru heiðarleiki, áreiðanleiki og ástríða og við tökum ákvarðanir með þessi gildi að leiðarljósi. Gildin endurspegla grundvallarviðhorf og hugmyndir sem liggja að baki fyrirtækjamenningu Garra. Léttleiki, sveigjanleiki og stuttar boðleiðir í bland við þekkingu og fagmennsku er lykillinn að árangri félagsins.

Mannauður

Helsti styrkur Garra er mannauðurinn og það frábæra starfsfólk sem þjónustar viðskiptavini okkar. Með því að þróa færni og þekkingu starfsmanna leggjum við grunninn að framtíðarvexti félagsins.

Á árinu 2022 innleiddi Garri jafnlaunavottun og fræðslustjóri var ráðinn til að styðja enn frekar við markmið okkar um eflingu mannauðs og ýta undir metnað og sköpunargáfu allra starfsmanna.

Aðfangakeðjan

Garri leggur mikið upp úr gæðum í hráefni og framleiðslu birgja og að þeir séu ábyrgir gagnvart samfélaginu og umhverfi.

Við erum ótrúlega stolt af birgjunum okkar og búum við þann frábæra kost að bjóða vörur frá fyrsta flokks framleiðendum bæði innlendum sem erlendum, vörur sem hafa unnið sér fastan sess hjá okkar viðskiptavinum. Því leggjum við ríka áherslu á langtíma samvinnu við alla okkar birgja.

Viðskiptavinir

Markmið okkar er að veita framúrskarandi þjónustu til allra viðskiptavina okkar og byggja ofan á það traust sem okkur hefur verið sýnt. Við leggjum ríka áherslu á stöðugleika í vöruframboði en erum jafnframt vakandi gagnvart breytingum og nýjungum á markaði. Við leggjum jafnframt ríka áherslu á ábyrga verðlagningu.

Umhverfismál skipta Garra máli og koma við sögu í öllu okkar starfi

Við berum virðingu fyrir umhverfinu og leitumst við að lágmarka skaðleg áhrif rekstursins á náttúruna. Umhverfisvitund endurspeglast í öllum rekstri fyrirtækisins, stjórnun og daglegum störfum starfsfólks.

Takk

Á þessum tímamótum viljum við þakka viðskiptavinum okkar og samstarfsaðilum fyrir farsælt samstarf og traust í okkar garð. Við ætlum að fagna vegferð okkar og árangri í Hörpu þann 24. mars.

Vonandi sjáum við ykkur sem flest.

Magnús Magnússon

Framkvæmdastjóri og eigandi Garra

Fleiri Fréttir

Umhverfisskýrsla Garra 2020

Fréttir garra
14. júl 2021

Frá því að Garri hóf að mæla kolefnispor félagsins árið 2015 hefur umtalsverður árangur náðst í umhverfismálum.

Garri vinnur markvisst að því að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif félagsins með hagkvæmni í rekstri, endurnýtingu og endurvinnslu.

Gríðarlegur árangur hefur náðst eftir að Garri flutti Hádegismóa í lok árs 2017, en nýtt húsnæði, vélar og tæki í Garra nýta sér orkusparandi lausnir.

Þær lausnir hafa gert Garra kleift að reka mun stærra húsnæði og tækjabúnað á hlutfallslega umhverfisvænni hátt.

Heildarlosun árið 2020 minnkaði um 32 tonn CO2 ígilda eða um 24% frá árinu 2019. Hlutfallslega mest í umfangi 3, sem er óbein losun frá virðiskeðjunni.

Covid hafði talsverð áhrif á veltu og heildarlosun árið 2020 og greinileg merki eru á milli umsvifa í rekstri og heildarlosunar.

Umhverfisskýrsla 2020 hefur verið birt á vef Garra.

Lesa nánar

Jólatilboð 2020

Fréttir garra
02. des 2020

Kæru viðskiptavinir

Í tilefni jólahátíðarinnar höfum við sett spennandi kræsingar á tilboð fyrir jólaseðilinn og önnur skemmtileg tilefni í kringum hátíðirnar 🎅 

Skoðaðu tilboðið og sendu inn pöntun hér í Vefverslun Garra 👇 www.garri.is/vefverslun/kynningarsíður/jolatilbod-2020

Sendu inn pöntun hér í Vefverslun Garra eða hafðu samband við söludeild fyrir nánari upplýsingar.

Lesa nánar

Gleðilega verslunarmannahelgi og munum að við erum öll almannavarnir

Fréttir garra
28. júl 2020

Kæru viðskiptavinir

Við óskum ykkur gleðilegrar verslunarmannahelgar og vonum að þið hafið það einstaklega gott um helgina.

Undanfarna daga hafa verið að koma upp einangraðar sýkingar vegna COVID-19. Nú þegar verslunarmannahelgin nálgast er mikilægt að við bregðumst öll við og gerum allt sem við getum til að koma í veg fyrir að faraldurinn fari aftur af stað og að smitum fjölgi enn frekar.

Sérstaklega ber að minna á eftirfarandi:• Handþvott og handsprittun• Virða 2ja metra nándarregluna• Veitinga- og gististaðir fylgja leiðbeiningum um hlaðborð

Gangi ykkur vel og munum að við erum öll almannavarnir.

Við minnum á hreinlætislausnirnar okkar sem hafa reynst vel í gegnum tíðina. Frábær vörumerki og lausnir sem eru hagkvæmar og tímasparandi, og aðstoða þig með afkastameiri og hraðari þrif.

Við höfum tekið saman úrval af vörum sem virka sem vörn gegn COVID-19 í Vefverslun Garra. Einfaldlega skráðu þig inn í vefverslunina og finndu úrvalið sem hreinlætissérfræðingarnir okkar mæla með undir kynningarlistanum Sóttvarnir gegn COVID-19.

Hafðu samband við söludeild Garra ef þig vantar faglega ráðgjöf í hreinlætismálum.

Lesa nánar