Garri heildverslun

Garri er öflugt þjónustufyrirtæki í innflutningi á gæða matvörum, umbúðum og hreinlætislausnum fyrir veitingarekstur, hótel, fyrirtæki og stofnanir. Við höfum ástríðu fyrir því sem við gerum og erum opin fyrir nýjum tækifærum og nýjungum á markaði, í vöruúrvali og tæknilausnum. Við leggjum áherslu á sjálfbærni, stöðugar umbætur, ábyrga stjórnarhætti og eflingu mannauðs.

Það er markmið Garra að bjóða gæða vöru, veita framúrskarandi þjónustu og stöðugleika í vöruframboði á samkeppnishæfu verði fyrir alla viðskiptavini stóra sem smáa.

Starfsfólk Garra hefur það markmið að þjónusta viðskiptavini vel og byggja ofan á það traust sem okkur hefur verið sýnt. Við erum stolt af þeim vörum sem við höfum uppá að bjóða, vörum sem hafa unnið sér fastan sess hjá okkar viðskiptavinum. Starfsfólk Garra hefur gildi fyrirtækisins (Heiðarleiki, Áreiðanleiki, Ástríða) að leiðarljósi í öllu sínu starfi, við ákvörðunartöku og í samskiptum við samstarfsfélaga og viðskiptavini. Gildin endurspegla grundvallarviðhorf og hugmyndir sem liggja að baki fyrirtækjamenningu Garra.

Hjá fyrirtækinu starfa um 80 manns. Í sölu og ráðgjafateymi Garra eru matreiðslumenn og bakarar sem eru tilbúnir til aðstoðar við val á vörum og þróun á söluvöru viðskiptavina okkar. Auk þess er í teyminu sérfræðingar í umbúðum og þrifakerfum sem ráðleggja með val á efnum og lausnum.

Við hvetjum þig til að skrá þig hér á Vefverslun Garra til að panta vörur eða vera í sambandi við sölu- og þjónustuver okkar í síma 5 700 300.

GILDIN OKKAR

Heiðarleiki

Hreinskilni, Traust, Virðing

 • Við komum fram af heiðarleika og virðingu
 • Við leggjum áherslu á hreinskiptin samskipti
 • Það er alltaf hægt að treysta orðum okkar
 • Við erum sanngjörn, lausnamiðuð og hvetjandi
 • Við treystum hvert öðru og metum styrkleika hvers annars
 • Við þorum að segja erfiðu hlutina
 • Ef við sjáum tækifæri til umbóta komum við því áleiðis
 • Við viðurkennum mistök okkar og lærum af þeim

Áreiðanleiki

Hraði, Gæði, Samvinna

 • Við stöndum við okkar skuldbindingar gagnvart viðskiptavinum, birgjum og samstarfsfólki
 • Við leggjum áherslu á hágæða hráefni og vörur
 • Við leggjum áherslu á skjóta og vandaða þjónustu gagnvart viðskiptavinum og samstarfsfólki
 • Við klárum fyrirliggjandi verkefni
 • Við reiðum okkur á hvert annað
 • Við erum metnaðarfullt teymi með skýr markmið sem veit að með samtilltu átaki náum við hámarksárangri

Ástríða

Metnaður, Árangur, Minningar

 • Við erum fagfólk sem býr yfir dýrmætri þekkingu og reynslu og hefur ástríðu fyrir því að koma til móts við fjölbreytilegar þarfir og óskir viðskiptavina okkar
 • Við erum þekkingarfyrirtæki og höfum einsett okkur að vera í fararbroddi varðandi þróun og nýjungum í vörum og þjónustuleiðum
 • Hver og einn starfsmaður gegnir mikilvægu hlutverki í sameiginlegum árangri fyrirtækisins
 • Við leggjum áherslu á að hafa gaman í vinnunni og skapa góðar minningar