Garri heildverslun

Garri heildverslun

Garri sérhæfir sig í innflutningi og sölu á gæðamatvöru, matvælaumbúðum og hreinlætislausnum fyrir veitingastaði, hótel, bakarí, mötuneyti, skóla og aðra opinbera aðila og fyrirtæki. Jafnframt sérhæfir Garri sig í heildarlausnum á rekstrar- og hreinlætisvörum fyrir fyrirtæki og opinberar stofnanir.

Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru að Hádegismóum 1 í Reykjavík. Dreifingarmiðsstöð og vöruhús er á sama stað. Garri hefur yfir að ráða fullkomnum kæli- og frystiklefum.

Starfsfólk Garra hefur það markmið að þjónusta viðskiptavini vel og byggja ofan á það traust sem okkur hefur verið sýnt og jafnframt erum við vakandi gagnvart breytingum og nýjungum á markaði og vöruframboði. Við erum stolt af þeim vörum sem við höfum uppá að bjóða, vörum sem hafa unnið sér fastan sess hjá okkar viðskiptavinum.

Hjá fyrirtækinu starfa um 80 manns. Í sölu og ráðgjafateymi Garra eru matreiðslumenn og bakarar sem eru tilbúnir til aðstoðar við val á vörum og þróun á söluvöru viðskiptavina okkar. Auk þess er í teyminu sérfræðingar í umbúðum og þrifakerfum sem ráðleggja með val á efnum og lausnum. 

Við hvetjum þig til að skrá þig á Vefverslun Garra til að panta vörur eða vera í sambandi við sölu- og þjónustuver okkar í síma 5700 300.