Mannauðsstefna

Mannauðurinn er dýrmætasta auðlind Garra. Virðing, vöxtur og vellíðan eru einkunnarorð okkar í mannauðsmálum, ásamt gildum Garra.

Virðing felur í sér heiðarleg og uppbyggileg samskipti, eflandi endurgjöf og góða upplýsingamiðlun. Einnig vísar virðing í gagnkvæmt traust, jafnrétti, fjölbreytileika, jöfn tækifæri og fagmennsku við ráðningar og starfslok.

Vöxtur felur í sér frumkvæði og metnað í starfi, markvissa fræðslu og tækifæri til faglegs og persónulegs vaxtar. Boðið er upp á leiðtogaþjálfun með áherslu á hvetjandi leiðtogamenningu. Markmið Garra er að efla hæfni og öryggi allra starfsmanna við verkefni sín og skapa þeim og Garra ný tækifæri.

Vellíðan felur í sér ástríðu fyrir verkefnunum, öfluga teymisvinnu, skemmtilega og hlýlega vinnustaðamenningu og heilbrigt og skapandi starfsumhverfi.

Garri_Lager--22

Virðing

  • Jafnréttisáætlun
  • Jafnlaunastefna
  • Stefna og viðbragðsáætlun gegn einelti og áreitni
  • Upplýsinga- og samskiptastefna
  • Góð upplýsingamiðlun
  • Starfsmannasamtöl
  • Ráðningar- og starfslokaferlar
  • Viðhorfs- og starfsánægjukannanir meðal starfsmanna

Vöxtur

  • Kortlagning nauðsynlegrar og æskilegrar fræðslu og þekkingar fyrir öll störf
  • Árleg fræðsluáætlun fyrir öll störf
  • Regluleg endurskoðun starfslýsinga
  • Einstaklingsmiðaðar starfsþróunaráætlanir
  • Laus störf auglýst bæði innanhúss og utanhúss

Vellíðan

  • Móttaka nýliða og nýliðafræðsla
  • Góð og örugg vinnuaðstaða
  • Skemmtilegar uppákomur og viðburðir á vegum Garra eða starfsmannafélags
  • Hvatning til heilbrigðra lífshátta (hreyfing, næring, hvíld) t.d. með hollum mat á vinnutíma, líkamsræktarstyrk og hæfilegu vinnuálagi
  • Jafnvægi milli vinnu og einkalífs
Heiðarleiki
Hreinskilni • Traust • Virðing
  • Við komum fram af heiðarleika og virðingu
  • Við leggjum áherslu á hreinskiptin samskipti
  • Það er alltaf hægt að treysta orðum okkar
  • Við erum sanngjörn, lausnamiðuð og hvetjandi
  • Við treystum hvert öðru og metum styrkleika hvers annars
  • Við þorum að segja erfiðu hlutina
  • Ef við sjáum tækifæri til umbóta komum við því áleiðis
  • Við viðurkennum mistök okkar og lærum af þeim
Áreiðanleiki
Hraði • Gæði • Samvinna
  • Við stöndum við okkar skuldbindingar gagnvart viðskiptavinum, birgjum og samstarfsfólki
  • Við leggjum áherslu á hágæða hráefni og vörur
  • Við leggjum áherslu á skjóta og vandaða þjónustu gagnvart viðskiptavinum og samstarfsfólki
  • Við klárum fyrirliggjandi verkefni
  • Við treystum hvert á annað
  • Við erum metnaðarfullt teymi með skýr markmið sem veit að með samtilltu átaki náum við hámarksárangri
Ástríða
Metnaður • Árangur • Minningar
  • Við erum fagfólk sem býr yfir dýrmætri þekkingu og reynslu og hefur ástríðu fyrir því að koma til móts við fjölbreytilegar þarfir og óskir viðskiptavina okkar
  • Við erum þekkingarfyrirtæki og höfum einsett okkur að vera í fararbroddi varðandi þróun og nýjungum í vörum og þjónustuleiðum
  • Hver og einn starfsmaður gegnir mikilvægu hlutverki í sameiginlegum árangri fyrirtækisins
  • Við leggjum áherslu á að hafa gaman í vinnunni og skapa góðar minningar