Sjálfbærnivegferð Garra

Ástríða Garra fyrir sjálfbærni og frumkvæði til meiri árangurs á þeim vettvangi, má rekja aftur til ársins 2015 þegar hafist var handa við að safna skipulega upplýsingum um úrgang.

Rauð doppa
2023

Áherslur og stefna Garra í sjálfbærni gefið út. Metnaðarfull markmið til að ná þeim áherslum eru skilgreind og fylgt vel eftir.

Rauð doppa
2022

Greining UFS þátta, mikilsvægisgreining og sjálfbærni markmið sett.

Rauð doppa
2022

Jafnlaunavottun.

Rauð doppa
2022

Garri eykur hlutfall rafbíla og plugin/ hybrid bíla í 60%.

Rauð doppa
2018

Fyrsta umhverfisskýrslan gefin út.

Rauð doppa
2018

Flokkun á sér stað á öllum stigum vegna pappírs, plasts, pappa, timburs og lífræns úrgangs.

Rauð doppa
2018

Átta hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla eru settar upp og virkjaðar við húsnæði Garra.

Rauð doppa
2017

Garri gerist aðili að Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð, sem hefur það að markmiði að auka þekkingu á samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja.

Rauð doppa
2017

Garri notast við umhverfisstjórnunarkerfið Klappir við að safna upplýsingum. Kerfið hjálpar okkur við að ná árangri í umhverfismálum og miðla upplýsingum um stöðu og árangur.

Rauð doppa
2017

Umhverfisvænt húsnæði að Hádegismóum 1 var tekið í notkun. Húsið er byggt og hannað til að valda lágmarks umhverfisáhrifum. Allt byggingarefni húsnæðis Garra er endurnýtanlegt. Notast er við byltingarkennda tækni í frysti og kæli þar sem keyrt er á kolsýru í stað umhverfisspillandi efna á borð við freon eða ammoníak. Kolsýran sem Garri notar er 100% náttúrulegt efni sem hefur engin umhverfisspillandi áhrif. Kolsýran sem notuð er á kerfin kemur frá Hæðarenda í Grímsnesi sem lágmarkar umhverfisfótspor enn frekar. Notast er við lithium rafhlöður í lyfturum og vinnuvélum í stað hefðbundinna sýrurafgeyma. Notast er við umhverfisvæna steinull sem einangrun í stað umhverfisspillandi polyurethane einangrunar. Öll lýsing í húsinu er hámarks orkusparandi LED lýsing. Öll hitun í húsinu er hámarks orkusparandi. Snjallar lausnir í dreifingu varma með geislahitun gegna lykilhlutverki í að spara orku og hámarka afköst.

Rauð doppa
2015

Upplýsingum um úrgang í Umfangi 3 er safnað.