Mannauður

Mannauður

Markmið okkar er að veita framúrskarandi þjónustu til allra viðskiptavina okkar og byggja ofan á það traust sem okkur hefur verið sýnt. Við leggjum ríka áherslu á stöðugleika í vöruframboði en erum jafnframt vakandi gagnvart breytingum og nýjungum á markaði og í vöruframboði.

Starfsfólk Garra hefur gildi fyrirtækisins, heiðarleika, áreiðanleika og ástríðu að leiðarljósi í öllu sínu starfi. Gildin endurspegla grundvallarviðhorf og hugmyndir sem liggja að baki fyrirtækjamenningu Garra.

Við erum ótrúlega stolt af birgjunum okkar og búum við þann frábæra kost að bjóða vörur frá fyrsta flokks framleiðendum bæði innlendum sem erlendum. Vörur sem hafa unnið sér fastan sess hjá okkar viðskiptavinum. Því leggjum við ríka áherslu á langtíma samvinnu við alla okkar birgja.

Garri styður einnig við nýsköpun og vinnur náið með fagfólki á þessu sviði.

Liðsheildin

Frumkvæði, fagmennska, ástríða og jákvæð samskipti eru í hávegum höfð.

Við erum fagfólk sem býr yfir dýrmætri þekkingu og reynslu og hefur ástríðu fyrir því að koma til móts við fjölbreytilegar þarfir og óskir viðskiptavina okkar. Hver og einn starfsmaður gegnir mikilvægu hlutverki í sameiginlegum árangri fyrirtækisins. Við leggjum áherslu á að hafa gaman í vinnunni og skapa góðar minningar.

Vinnuumhverfið

Garri býður starfsfólki sínu upp á fyrirmyndar starfsaðstöðu, veitir styrki til endurmenntunar og líkamsræktar og fleira. Gætt er að jöfnum launum kynjanna og er Garri fjölskylduvænn og öruggur vinnustaður.

Öryggis- og umhverfismál

Garri hlaut viðurkenningu á forvarnarverðlaunum VÍS fyrir góðan árangur í öryggis- og umhverfismálum. Við erum ótrúlega stolt og glöð með að vera í þessum hópi fyrirtækja og munum halda ótrauð áfram í að vera ábyrg gagnvart samfélaginu, umhverfinu, framtíðinni og íbúum landsins. Þá hlaut Garri einnig viðurkenningu frá VR sem fyrirtæki ársins 2019 að vali starfsmanna fyrirtækisins.

Laus störf

Hefur þú áhuga á að starfa á skemmtilegum vinnustað með framúrskarandi starfsaðstöðu? Hér má sjá lausar stöður hjá Garra.