Sjálfbærniáherslur Garra

Við viljum vera öðrum fyrirmynd um ábyrga viðskiptahætti sem taka mið af umhverfinu og samfélaginu í heild sinni. Með ástríðu fyrir starfi okkar og áherslu á stöðugar umbætur, sjálfbærni og eflingu mannauðs ætlum við að tryggja ábyrga starfsemi, hagaðilum, samfélagi og umhverfi til heilla.

Mannauður
Viðskiptavinir
Aðfangakeðja
Ábyrg stjórnun

Sjálfbærnivegferð Garra

Vegferð okkar í sjálfbærni og frumkvæði til meiri árangurs á þeim vettvangi má rekja aftur til ársins 2015 þegar hafist var handa við að safna skipulega upplýsingum um úrgang og undirbúa flutning í Hádegismóa, en húsið er byggt og hannað til að valda lágmarks umhverfisáhrifum.

Skoða vegferðina hér

Grunngildi Garra

Heiðarleiki, áreiðanleiki og ástríða og við tökum allar ákvarðanir með þessi gildi í huga, ásamt áherslu á stöðugar umbætur. Þannig tryggjum við ábyrga starfsemi, hagaðilum, samfélagi og umhverfi til heilla. Helstu hagaðilar Garra eru mannauður félagsins, viðskiptavinir og birgjar.

Heiðarleiki
Áreiðanleiki
Ástríða

Sjálfbærniáherslur Garra í hnotskurn

Árið 2022 hófst markviss vinna að heildstæðri sjálfbærnistefnu og markmið fyrir árið 2023 voru sett. Starfsfólk Garra tók virkan þátt í greiningu og vali á sjálfbærniáherslum sem eru ábyrg starfsemi, mannauður, aðfangakeðja og viðskiptavinir.

Við hjá Garra berum virðingu fyrir umhverfinu og samfélaginu öllu og leitumst við að lágmarka skaðleg áhrif af rekstri fyrirtækisins á náttúru og samfélag. Umhverfis- og samfélagsvitund endurspeglast í rekstri fyrirtækisins, stjórnun og daglegum störfum starfsfólks. Við leggjum áherslu á að rekstur félagsins sé til fyrirmyndar út frá alþjóðlegum og viðurkenndum viðmiðum um umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS) og ætlum að leggja okkar af mörkum til að styðja við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í sjálfbærni.

Mannauður

Helsti styrkur Garra er mannauðurinn og það frábæra starfsfólk sem þjónustar viðskiptavini okkar. Með því að þróa færni og þekkingu starfsmanna leggjum við grunninn að framtíðarvexti félagsins.

Á árinu 2022 innleiddi Garri jafnlaunavottun og fræðslustjóri var ráðinn til að styðja enn frekar við markmið okkar um eflingu mannauðs og ýta undir metnað og sköpunargáfu allra starfsmanna.

Aðfangakeðjan

Garri leggur mikið upp úr gæðum í hráefni og framleiðslu birgja og að þeir séu ábyrgir gagnvart samfélaginu og umhverfi.

Við erum ótrúlega stolt af birgjunum okkar og búum við þann frábæra kost að bjóða vörur frá fyrsta flokks framleiðendum bæði innlendum sem erlendum, vörur sem hafa unnið sér fastan sess hjá okkar viðskiptavinum. Því leggjum við ríka áherslu á langtíma samvinnu við alla okkar birgja.

Viðskiptavinir

Markmið okkar er að veita framúrskarandi þjónustu til allra viðskiptavina okkar og byggja ofan á það traust sem okkur hefur verið sýnt. Við leggjum ríka áherslu á stöðugleika í vöruframboði en erum jafnframt vakandi gagnvart breytingum og nýjungum á markaði. Við leggjum jafnframt ríka áherslu á ábyrga verðlagningu.

Umhverfismál skipta Garra máli og koma við sögu í öllu okkar starfi

Við berum virðingu fyrir umhverfinu og leitumst við að lágmarka skaðleg áhrif rekstursins á náttúruna. Umhverfisvitund endurspeglast í öllum rekstri fyrirtækisins, stjórnun og daglegum störfum starfsfólks.

Markmið Garra í sjálfbærni 2023

Úrgangur, flokkun og endurvinnsla
 • Auka flokkun alls úrgangs verulega úr 60% í a.m.k. 70%.
 • Auka nýtingu úrgangs og endurvinnslu hans (95% úrgangs verði endurnýttur, annað hvort í hefðbundna endurvinnslu eða sem eldsneyti).
 • Minnka heildarúrgang með „Saman gegn sóun“ átakinu í vefverslun, með innleiðingu fyrningardagsetningarkerfis og samhentu átaki starfsmanna.
Kolefnislosun
 • Einungis verða keyptir rafbílar og plugin/hybrid bílar þegar bílafloti er endurnýjaður.
 • Stefnt er á 95-100% hlutfall rafbíla og plugin/hybrid bíla af heildarbílaflota Garra árið 2026.
 • Kannaðar verði mótvægisaðgerðir við losun, t.d. gróðursetning trjáa, endurheimt votlendis eða þróunaraðstoð
Losunarkræfni
 • Minnka losun vegna umfangs 1 (bein losun vegna eldsneytisnotkunar sem nýtt er við rekstur bifreiða í eigu félagsins) um 30% miðað við losun árið 2022.
 • Losun vegna umfangs 2 (losun vegna notkunar á heitu vatni og rafmagni) standi í stað eða minnki þrátt fyrir umfangsmiklar framkvæmdir í vöruhúsi.
Mannauður og öryggi
 • Starfsánægja starfsmanna Garra er lykilatriði og er mæld a.m.k. tvisvar á ári af óháðum aðilum.
 • Skilgreind verður fræðslustefna og fræðsluáætlun og allir starfsmenn munu fá að lágmarki 3 klst. í fræðslu á árinu.
 • Jafnlaunavottun var staðfest af óháðum vottunaraðila í júní 2022 og er tekin út árlega. Kerfið verður þróað áfram til að nýta sem best þau verkfæri sem jafnlaunavottun felur í sér svo tryggja megi sanngjarnar og faglegar ákvarðanir tengdar launum.
 • Markmið Garra er að engin slys eigi sér stað á vinnustaðnum – né á leið til og frá vinnu. Á árinu 2023 verður áhersla á fyrirbyggjandi aðgerðir í öryggismálum, aukin fræðsla, „öryggisvika“ og efling öryggisnefndar.
 • Gerðar verða úttektir á persónuverndarferlum Garra og netöryggi allra gagna á árinu 2023. Í framhaldinu verða mótaðar viðhaldsáætlanir til að tryggja áframhaldandi netöryggi og örugga vernd á persónulegum gögnum.
 • Siðareglur Garra verða mótaðar og gefnar út á árinu 2023.
Viðskiptavinir
 • Ánægja viðskiptavina er okkur mikilvæg, því er framkvæmd árleg þjónustukönnun meðal þeirra og niðurstöðum fylgt vel eftir.
 • Ábendingar frá viðskiptavinum eru skráðar og á árinu 2023 verða innleiddir ferlar um eftirfylgni ábendinga.
 • Garri vill tryggja ábyrga sölu, þjónustu og markaðssetningu til viðskiptavina og því verða innihaldslýsingar allra vara aðgengilegar í vefverslun.
 • Áhersla er á stöðugar umbætur í vefverslun, til að tryggja áreiðanleika og auka ánægju viðskiptavina.
 • Ferlar til að tryggja gæði og innleiðingu nýrra vara, verða endurskoðaðir út frá sjálfbærni og öðrum gæðaþáttum.
 • Sérstök áhersla er á að upplýsa viðskiptavini um umhverfisvænar vörur.
Aðfangakeðjan - birgjar
 • Upplýsingum verður safnað frá öllum birgjum Garra um þætti er snúa að áherslum og árangri þeirra í sjálfbærni.
 • Áhættumat út frá áherslum birgja í sjálfbærni verður framkvæmt árið 2023. Meðal þátta sem hafa áhrif á matið eru umhverfisþættir, barna og nauðungarvinna, vinnuvernd og jafnrétti starfsmanna.
Samfélagsleg ábyrgð
 • Garri styður við Hótel- og Matvælaskólann, Klúbb Matreiðslumeistara og Bocuse d´Or. Að auki býður Garri árlega fagfólki í matreiðslu á kynningar og námskeið til innblásturs og þróuna. Garri stendur jafnframt fyrir fagkeppnunum: Eftirréttur ársins og Konfektmoli ársins.
 • Garri styrkir ýmis íþróttafélög og góðgerðasamtök ár hvert.