Sjálfbærniáherslur Garra í hnotskurn
Á síðasta ári hófst markviss vinna að heildstæðri sjálfbærnistefnu og markmið fyrir árið 2023 voru sett. Starfsfólk Garra tók virkan þátt í greiningu og vali á sjálfbærniáherslum sem eru ábyrg starfsemi, mannauður, aðfangakeðja og viðskiptavinir.
Við hjá Garra berum virðingu fyrir umhverfinu og samfélaginu öllu og leitumst við að lágmarka skaðleg áhrif af rekstri fyrirtækisins á náttúru og samfélag. Umhverfis- og samfélagsvitund endurspeglast í rekstri fyrirtækisins, stjórnun og daglegum störfum starfsfólks. Við leggjum áherslu á að rekstur félagsins sé til fyrirmyndar út frá alþjóðlegum og viðurkenndum viðmiðum um umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS) og ætlum að leggja okkar af mörkum til að styðja við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í sjálfbærni.