Aðfangakeðjan
Garri leggur mikið upp úr gæðum í hráefni og framleiðslu birgja og að þeir séu ábyrgir gagnvart samfélaginu og umhverfi.
Við erum ótrúlega stolt af birgjunum okkar og búum við þann frábæra kost að bjóða vörur frá fyrsta flokks framleiðendum bæði innlendum sem erlendum, vörur sem hafa unnið sér fastan sess hjá okkar viðskiptavinum. Því leggjum við ríka áherslu á langtíma samvinnu við alla okkar birgja.
Viðskiptavinir
Markmið okkar er að veita framúrskarandi þjónustu til allra viðskiptavina okkar og byggja ofan á það traust sem okkur hefur verið sýnt. Við leggjum ríka áherslu á stöðugleika í vöruframboði en erum jafnframt vakandi gagnvart breytingum og nýjungum á markaði. Við leggjum jafnframt ríka áherslu á ábyrga verðlagningu.
Umhverfismál skipta Garra máli og koma við sögu í öllu okkar starfi
Við berum virðingu fyrir umhverfinu og leitumst við að lágmarka skaðleg áhrif rekstursins á náttúruna. Umhverfisvitund endurspeglast í öllum rekstri fyrirtækisins, stjórnun og daglegum störfum starfsfólks.