Vefverslun - Garri | garri.is

Vöruúrval

Það er markmið Garra ehf. að bjóða gæða vöru, veita framúrskarandi þjónustu og stöðugleika í vöruframboði á samkeppnishæfu verði fyrir alla viðskiptavini stóra sem smáa.

Matvara

Gæðamatvara til matargerðar, umhverfisvænar umbúðalausnir og ráðgjöf varðandi val á hráefnum.

Hreinlæti

Heildarlausnir í hreinlæti, umhverfisvænar lausnir og ráðgjöf varðandi þrif og hagkvæma notkun.

Umbúðir

Við bjóðum uppá frábært úrval af umhverfisvænum lausnum og umbúðum sem vekja athygli.

Fréttabréf

Skráðu tölvupóstfangið þitt og fáðu fréttabréf og tilboð sent beint í tölvupósti.

Fréttir

Umhverfisskýrsla Garra 2021

Heildarlosun Garra minnkaði um 5,4% milli ára, frá árinu 2020 til ársins 2021.

Umtalsverður árangur hefur náðst í losunarkræfni frá fyrri árum. Rekja má þann árangur til notkunar á vélum og tækjum sem nýta sér orkusparandi lausnir sem hafa gert Garra kleift að reka mun stærra húsnæði og tækjabúnað á umhverfisvænni hátt.

Með bættum tækjabúnaði, verkferlum og sjálfvirknivæðingu m.a. með tilkomu netverslunar sem hefur skilað betra flæði í pöntunarferli og afgreiðslu, hefur losunarkræfni starfsmanna lækkað um 11,9% frá fyrra ári.

Á undanförnum árum hefur eyðsla á km minnkað vegna bættrar tækni í bílum og endurnýjun hefur átt sér stað. Eitt af markmiðum ársins 2021 var að bæta hlutfall rafmagnsbíla á móti bensín/díselbílum og það náðist. Fjórum plug-in-hybrid bílum var bætt við flotann á árinu 2021 og er nú hlutfall umhverfisvænni bíla (metan/plug-in hybrid) á móti dísel/bensínbílum orðið um það bil 30% en árið 2020 var hlutfallið um 15%.

Vel hefur tekist til eftir að húsnæðið var tekið í notkun 2018 að fínstilla hitakerfi og leita leiða til að hámarka orkunýtingu sem hefur náð ákveðnum stöðugleika.

Árangur í flokkun hefur verið ágætur á síðustu árum og var 34% úrgangs flokkað á árinu 2021. Stefnt er að hærra hlutfalli flokkunar úrgangs á árinu 2022. Flokkun hjá Garra á sér stað á öllum sviðum, þ.e. á pappír, plasti, pappa, timbri og lífrænum úrgangi.

Umhverfisskýrsla 2021

Frídagur verslunarmanna

Við viljum hvetja alla til þess að panta tímanlega fyrir verslunarmannahelgi. Einnig viljum við vekja athygli á því að mikið álag er í vöruhúsi Garra þegar vinnuvikan er stutt eins og verður eftir verslunarmannahelgi. Ef tækifæri gefst þá værum við afar þakklát ef pantanir bærust með auknum fyrirvara í gegnum vefverslun.

Pantanir sem berast með tölvupósti

Vinsamlegast athugið að pantanir sem berast með tölvupósti yfir verslunarmannahelgina berast síðar í vöruhús og ná ekki í tiltekt áður en bílarnir fara frá Garra á þriðjudagsmorgun.

Til að tryggja skjóta og örugga afgreiðslu bendum við á vefverslun Garra

TAKK.

Starfsfólk Garra.

Garri hlýtur jafnlaunavottun

Garri hlaut á dögunum jafnlaunavottun frá vottunarstofunni BSI á Íslandi. Jafnlaunavottunin er staðfesting þess að jafnlaunakerfi Garra samræmist kröfum jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. Með jafnlaunavottuninni öðlast Garri heimild til að nota jafnlaunamerkið til næstu þriggja ára.

Megintilgangur jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnustöðum.

Rakel Heiðmarsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri, bar ábyrgð á innleiðingu jafnlaunavottunar hjá Garra og mun fylgja henni eftir á komandi mánuðum og árum. “Ég lít á þetta sem spennandi tækifæri til að tryggja sanngjarna og faglega ákvörðunartöku þegar kemur að launum og starfsþróun starfsmanna hjá Garra” segir Rakel.

“Það er virkilega ánægjulegt að Garri sé kominn í hóp öflugra fyrirtækja sem vinna samkvæmt faglegu ferli jafnlaunavottunar” segir Magnús R. Magnússon, framkvæmdastjóri Garra.

Umhverfisskýrsla

Við hjá Garra berum virðingu fyrir umhverfinu og leitumst við að lágmarka skaðleg áhrif rekstrarins á náttúruna. Umhverfisvitund endurspeglast í rekstri fyrirtækisins, stjórnun og daglegum störfum starfsfólks.

Samfélagsábyrgð

Við viljum vera öðrum fyrirmynd um ábyrga viðskiptahætti sem taka mið af umhverfinu og samfélaginu í heild sinni. Garri hefur unnið að innleiðingu stefnu um samfélagsábyrgð og tekið þátt í vitundarvakningu um samfélagsábyrgð fyrirtækja.