Vefverslun - Garri | garri.is

Vöruúrval

Það er markmið Garra ehf. að bjóða gæða vöru, veita framúrskarandi þjónustu og stöðugleika í vöruframboði á samkeppnishæfu verði fyrir alla viðskiptavini stóra sem smáa.

Matvara

Gæðamatvara til matargerðar, umhverfisvænar umbúðalausnir og ráðgjöf varðandi val á hráefnum.

Hreinlæti

Heildarlausnir í hreinlæti, umhverfisvænar lausnir og ráðgjöf varðandi þrif og hagkvæma notkun.

Umbúðir

Við bjóðum uppá frábært úrval af umhverfisvænum lausnum og umbúðum sem vekja athygli.

Fréttabréf

Skráðu tölvupóstfangið þitt og fáðu fréttabréf og tilboð sent beint í tölvupósti.

Fréttir

Innblástur frá Cacao Barry

Uppskriftir fyrir hátíðarnar: Innblástur frá Cacao Barry

Ljúffengir og fallegir eftirréttir frá Philippe Bertrand og Christian Roux, uppskriftir hannaðar sérstaklega fyrir hátíðarnar.

Frá árinu 2015 hefur Cacao Barry stutt við Cocoa Horizons Foundation sem útvegar þeim kakóbaunir sem eru ræktaðar á sjálfbæran hátt. Í dag er því 100% af súkkulaði og kakóvörum Cacao Barry framleiddar og ræktaðar á sjálfbæran hátt.

„Við kaupum kakóbaunirnar okkar um allan heim til að varðveita fjölbreytileika þeirra og bjóða þér fjölbreytt úrval af bragðtegundum. Matreiðslumenn, eins og bændur, eru fremstir í baráttunni fyrir sjálfbæru kakói, með virðingu fyrir fólki og umhverfi“

Sigurvegarar í Eftirréttur Ársins & Konfektmoli Ársins 2021

Frá hægri sigurvegari í Eftirréttur ársins, Ólöf Ólafsdóttir, 2.sæti, Ísak Aron Jóhannsson, 3.sæti, Halldór Hafliðason

Frá vinstri sigurvegari í Konfektmoli Ársins, Vigdís Mi Diem Vo

Við óskum keppendum til hamingju með frábæran árangur

Þema keppninnar í ár var Nýr Heimur - Vegan. Keppendur túlkuðu þemað eftir sínu höfði en dæmt var meðal annars eftir samsetningu hráefna, bragði, áferð og frumleika. Jafnframt var dæmt eftir framsetningu og faglegum vinnubrögðum.

Þemað í ár var þó nokkur áskorun en dómarar voru sammála um að þátttakendum hefði tekist vel til. Þátttakendur voru hæfileikaríkir, faglegir og sýndu mikil gæði og frumleika.

Sigurvegari í Eftirréttur ársins 2021 var Ólöf Ólafsdóttir frá Monkeys. Hlýtur hún í verðlaun námskeið hjá Chocolate Academy Cacao Barry.

2. sæti Ísak Aron Jóhannsson, LUX Veitingar

3. sæti Halldór Hafliðason, Reykjavík Edition

Sigurvegari í Konfektmoli Ársins var Vigdís Mi Diem Vo, frá Reykjavík Edtion, en hún hlýtur einnig í verðlaun námskeið hjá Chocolate Academy Cacao Barry.

Sigurvegari í Konfektmoli Ársins fær einnig þann heiður að bjóða upp á sigurmolann á Hátíðarkvöldverði Klúbbs matreiðslumeistara í byrjun árs 2022.

Dómarar í Eftirréttur Ársins:

Sigurður Laufdal - Bocuse d´Or keppandi 2021

Sólveig Eiríksdóttir - matarhönnuður

Erlendur Eiríksson - matreiðslumeistari

Dómarar í Konfektmoli Ársins:

Eyþór Kristjánsson - matreiðslumaður

Jón Daníel Jónsson - matreiðslumeistari

Kristleifur Halldórsson - matreiðslumeistari

Nýr Heimur - Vegan

Eftirréttur Ársins & Konfektmoli Ársins verður haldin þriðjudaginn 2. nóvember á La Primavera í Hörpu.

Garri hefur haldið keppnina Eftirréttur Ársins frá árinu 2010 en þá sigraði Ingimar Alex Baldursson og Konfektmoli Ársins frá árinu 2017 en þá sigraði Xhidapha Kruasaeng.

Fyrsti rétturinn verður borin fram klukkan 10:00 og úrslit eru kynnt klukkan 16:30.

Dómarar í Eftirréttur Ársins: Sigurður Laufdal - Bocuse d´Or keppandi 2021Solla Eiríksdóttir – MatarhönnuðurErlendur Eiríksson Matreiðslumeistari

Dómarar í Konfektmoli Ársins:Ari Þór Gunnarsson þjálfari kokkalandsliðsins Kristleifur Halldórsson, Matreiðslumeistari

Þema keppninnar er Nýr Heimur - Vegan. Hver og einn keppandi túlkar þemað eftir sínu höfði, en þema þarf að skila sér t.a.m. í hráefni, áferð, nafni, uppbyggingu osfrv.

Eftirfarandi hráefni eru skylduhráefni:

Cacao Barry Ocoa 70%CapFruit ávaxtapúrrur; Berriolette og/eða Exotic GingerRisso rjómiOMED olía - Jómfrúar ólífuolía Arbequina/Reykt ólífuolía/Jómfrúar ólífuolía Picual,/Yuzu ólífuolía

Keppnisrétt hafa þeir sem lokið hafa sveinsprófi í matreiðslu, konditori og bakaraiðn eða eru á nemasamningi í fyrrnefndum greinum. Undantekningartilvik frá ofannefndu verða metin sérstaklega.

Við hlökkum til að sjá ykkur.

Umhverfisskýrsla

Við hjá Garra berum virðingu fyrir umhverfinu og leitumst við að lágmarka skaðleg áhrif rekstrarins á náttúruna. Umhverfisvitund endurspeglast í rekstri fyrirtækisins, stjórnun og daglegum störfum starfsfólks.

Samfélagsábyrgð

Við viljum vera öðrum fyrirmynd um ábyrga viðskiptahætti sem taka mið af umhverfinu og samfélaginu í heild sinni. Garri hefur unnið að innleiðingu stefnu um samfélagsábyrgð og tekið þátt í vitundarvakningu um samfélagsábyrgð fyrirtækja.