Þjónustukönnun

þriðjudagur 18. apríl 2023 kl. 14.46
Fréttir garra

Núna er í gangi könnun þar sem markmiðið er að bæta þjónustu okkar í Garra. Könnunin sem send er í tölvupósti er framkvæmd af fyrirtækinu Prósent sem leggur mikla áherslu á trúnað og örugga meðferð persónuupplýsinga.

Logo Prósent


Eftir að könnun lýkur mun Prósent vera okkur innan handar við að draga út þrjá heppna þátttakendur sem hljóta veglega gjafakörfu.

Það tekur um 2 til 4 mínútur að svara könnuninni og er það okkur ákaflega mikilvægt að fá sem besta svörun.
Við þökkum viðskiptavinum kærlega fyrir þátttökuna og fyrir að hjálpa okkur að bæta þjónustuna.