Nýjustu fréttir

Mandarín lúða með aspas og villtum íslenskum jurtum

Fréttir garra
23. des 2021

Sindri G. Sigurðsson matreiðslumaður á Héðinn Kitchen & Bar og meðlimur í íslenska kokkalandsliðinu var einn af þeim frábæru matreiðslumönnum sem komu að uppskriftarbækling Capfruit sem framleiðir púrrur úr ferskum sítrusávöxtum.

Uppskrift Sindra; Mandarín lúða með aspas og villtum íslenskum jurtum.

Púrrur gefa lit og ávaxtaríka áferð í matargerð: ganache, mousse, kökur, ís og sorbet, sæt eða bragðmikil salöt, kjöt, fisk og drykki.

Lesa nánar

Opnunartími um jól og áramót í Garra

Fréttir garra
16. des 2021

Við hvetjum alla til þess að gera pantanir tímanlega fyrir jólin. Fyrir skjóta og skilvirka afgreiðslu pantana mælum við með að nota Vefverslun Garra.

Opnunartími í Garra verður eftirfarandi:

Aðfangadagur - Föstudagur 24. desember - LOKAÐJóladagur - Laugardagur 25. desember - LOKAÐAnnar í jólum - Sunnudagur 26. desember - LOKAÐMánudagur 27. desember - OPIÐÞriðjudagur 28. desember - OPIÐMiðvikudagur 29. desember - OPIÐFimmtudagur 30.desember - OPIÐGamlársdagur - Föstudagurinn 31. desember - OPIÐ 8:00 - 12:00 (aðeins hægt að sækja pantanir)Nýársdagur - Laugardagur 1. janúar - LOKAÐSunnudagur 2. janúar - LOKAÐMánudagur 3. janúar - OPIÐ 8:00 - 16:00

Gleðilega hátíð!

Starfsfólk Garra

Lesa nánar

Innblástur frá Cacao Barry

Fréttir garra
08. des 2021

Uppskriftir fyrir hátíðarnar: Innblástur frá Cacao Barry

Ljúffengir og fallegir eftirréttir frá Philippe Bertrand og Christian Roux, uppskriftir hannaðar sérstaklega fyrir hátíðarnar.

Frá árinu 2015 hefur Cacao Barry stutt við Cocoa Horizons Foundation sem útvegar þeim kakóbaunir sem eru ræktaðar á sjálfbæran hátt. Í dag er því 100% af súkkulaði og kakóvörum Cacao Barry framleiddar og ræktaðar á sjálfbæran hátt.

„Við kaupum kakóbaunirnar okkar um allan heim til að varðveita fjölbreytileika þeirra og bjóða þér fjölbreytt úrval af bragðtegundum. Matreiðslumenn, eins og bændur, eru fremstir í baráttunni fyrir sjálfbæru kakói, með virðingu fyrir fólki og umhverfi“

Lesa nánar

Sigurvegarar í Eftirréttur Ársins & Konfektmoli Ársins 2021

Fréttir garra
03. nóv 2021

Frá hægri sigurvegari í Eftirréttur ársins, Ólöf Ólafsdóttir, 2.sæti, Ísak Aron Jóhannsson, 3.sæti, Halldór Hafliðason

Frá vinstri sigurvegari í Konfektmoli Ársins, Vigdís Mi Diem Vo

Við óskum keppendum til hamingju með frábæran árangur

Þema keppninnar í ár var Nýr Heimur - Vegan. Keppendur túlkuðu þemað eftir sínu höfði en dæmt var meðal annars eftir samsetningu hráefna, bragði, áferð og frumleika. Jafnframt var dæmt eftir framsetningu og faglegum vinnubrögðum.

Þemað í ár var þó nokkur áskorun en dómarar voru sammála um að þátttakendum hefði tekist vel til. Þátttakendur voru hæfileikaríkir, faglegir og sýndu mikil gæði og frumleika.

Sigurvegari í Eftirréttur ársins 2021 var Ólöf Ólafsdóttir frá Monkeys. Hlýtur hún í verðlaun námskeið hjá Chocolate Academy Cacao Barry.

2. sæti Ísak Aron Jóhannsson, LUX Veitingar

3. sæti Halldór Hafliðason, Reykjavík Edition

Sigurvegari í Konfektmoli Ársins var Vigdís Mi Diem Vo, frá Reykjavík Edtion, en hún hlýtur einnig í verðlaun námskeið hjá Chocolate Academy Cacao Barry.

Sigurvegari í Konfektmoli Ársins fær einnig þann heiður að bjóða upp á sigurmolann á Hátíðarkvöldverði Klúbbs matreiðslumeistara í byrjun árs 2022.

Dómarar í Eftirréttur Ársins:

Sigurður Laufdal - Bocuse d´Or keppandi 2021

Sólveig Eiríksdóttir - matarhönnuður

Erlendur Eiríksson - matreiðslumeistari

Dómarar í Konfektmoli Ársins:

Eyþór Kristjánsson - matreiðslumaður

Jón Daníel Jónsson - matreiðslumeistari

Kristleifur Halldórsson - matreiðslumeistari

Lesa nánar

Nýr Heimur - Vegan

Fréttir garra
29. okt 2021

Eftirréttur Ársins & Konfektmoli Ársins verður haldin þriðjudaginn 2. nóvember á La Primavera í Hörpu.

Garri hefur haldið keppnina Eftirréttur Ársins frá árinu 2010 en þá sigraði Ingimar Alex Baldursson og Konfektmoli Ársins frá árinu 2017 en þá sigraði Xhidapha Kruasaeng.

Fyrsti rétturinn verður borin fram klukkan 10:00 og úrslit eru kynnt klukkan 16:30.

Dómarar í Eftirréttur Ársins: Sigurður Laufdal - Bocuse d´Or keppandi 2021Solla Eiríksdóttir – MatarhönnuðurErlendur Eiríksson Matreiðslumeistari

Dómarar í Konfektmoli Ársins:Ari Þór Gunnarsson þjálfari kokkalandsliðsins Kristleifur Halldórsson, Matreiðslumeistari

Þema keppninnar er Nýr Heimur - Vegan. Hver og einn keppandi túlkar þemað eftir sínu höfði, en þema þarf að skila sér t.a.m. í hráefni, áferð, nafni, uppbyggingu osfrv.

Eftirfarandi hráefni eru skylduhráefni:

Cacao Barry Ocoa 70%CapFruit ávaxtapúrrur; Berriolette og/eða Exotic GingerRisso rjómiOMED olía - Jómfrúar ólífuolía Arbequina/Reykt ólífuolía/Jómfrúar ólífuolía Picual,/Yuzu ólífuolía

Keppnisrétt hafa þeir sem lokið hafa sveinsprófi í matreiðslu, konditori og bakaraiðn eða eru á nemasamningi í fyrrnefndum greinum. Undantekningartilvik frá ofannefndu verða metin sérstaklega.

Við hlökkum til að sjá ykkur.

Lesa nánar

Eftirréttur Ársins & Konfektmoli Ársins 2021 - Nýr Heimur - Vegan

Fréttir garra
21. sep 2021
Skráning er hafin

Eftirréttur Ársins & Konfektmoli Ársins verður haldin þriðjudaginn 2. nóvember á La Primavera í Hörpu. Þema keppninnar er Nýr Heimur - Vegan. Hver og einn keppandi túlkar þemað eftir sínu höfði, en þema þarf að skila sér t.a.m. í hráefni, áferð, nafni, uppbyggingu osfrv.Keppnisrétt hafa þeir sem lokið hafa sveinsprófi í matreiðslu, konditori og bakaraiðn eða eru á nemasamningi í fyrrnefndum greinum. Undantekningartilvik frá ofannefndu verða metin sérstaklega.

Eftirfarandi hráefni eru skylduhráefni:

Cacao Barry Ocoa 70%CapFruit ávaxtapúrrur; Berriolette og/eða Exotic GingerRisso rjómiOMED olía - Jómfrúar ólífuolía Arbequina/Reykt ólífuolía/Jómfrúar ólífuolía Picual,/Yuzu ólífuolía

Opnað hefur verið fyrir skráningu í keppnirnar. Skráning er með tölvupósti á bjarturlogi@garri.isÞrjátíu sæti eru í boði í báðum keppnum.

Skráningarfrestur er til 26.október 2021.

Við skráningu þarf að koma fram: nafn, starfsheiti, vinnustaður, netfang og farsími. Nánari upplýsingar gefur Bjartur í síma 696-4438 eða bjarturlogi@garri.is

Lesa nánar

Umhverfisskýrsla Garra 2020

Fréttir garra
14. júl 2021

Frá því að Garri hóf að mæla kolefnispor félagsins árið 2015 hefur umtalsverður árangur náðst í umhverfismálum.

Garri vinnur markvisst að því að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif félagsins með hagkvæmni í rekstri, endurnýtingu og endurvinnslu.

Gríðarlegur árangur hefur náðst eftir að Garri flutti Hádegismóa í lok árs 2017, en nýtt húsnæði, vélar og tæki í Garra nýta sér orkusparandi lausnir.

Þær lausnir hafa gert Garra kleift að reka mun stærra húsnæði og tækjabúnað á hlutfallslega umhverfisvænni hátt.

Heildarlosun árið 2020 minnkaði um 32 tonn CO2 ígilda eða um 24% frá árinu 2019. Hlutfallslega mest í umfangi 3, sem er óbein losun frá virðiskeðjunni.

Covid hafði talsverð áhrif á veltu og heildarlosun árið 2020 og greinileg merki eru á milli umsvifa í rekstri og heildarlosunar.

Umhverfisskýrsla 2020 hefur verið birt á vef Garra.

Lesa nánar

Jólatilboð 2020

Fréttir garra
02. des 2020

Kæru viðskiptavinir

Í tilefni jólahátíðarinnar höfum við sett spennandi kræsingar á tilboð fyrir jólaseðilinn og önnur skemmtileg tilefni í kringum hátíðirnar 🎅 

Skoðaðu tilboðið og sendu inn pöntun hér í Vefverslun Garra 👇 www.garri.is/vefverslun/kynningarsíður/jolatilbod-2020

Sendu inn pöntun hér í Vefverslun Garra eða hafðu samband við söludeild fyrir nánari upplýsingar.

Lesa nánar

Gleðilega verslunarmannahelgi og munum að við erum öll almannavarnir

Fréttir garra
28. júl 2020

Kæru viðskiptavinir

Við óskum ykkur gleðilegrar verslunarmannahelgar og vonum að þið hafið það einstaklega gott um helgina.

Undanfarna daga hafa verið að koma upp einangraðar sýkingar vegna COVID-19. Nú þegar verslunarmannahelgin nálgast er mikilægt að við bregðumst öll við og gerum allt sem við getum til að koma í veg fyrir að faraldurinn fari aftur af stað og að smitum fjölgi enn frekar.

Sérstaklega ber að minna á eftirfarandi:• Handþvott og handsprittun• Virða 2ja metra nándarregluna• Veitinga- og gististaðir fylgja leiðbeiningum um hlaðborð

Gangi ykkur vel og munum að við erum öll almannavarnir.

Við minnum á hreinlætislausnirnar okkar sem hafa reynst vel í gegnum tíðina. Frábær vörumerki og lausnir sem eru hagkvæmar og tímasparandi, og aðstoða þig með afkastameiri og hraðari þrif.

Við höfum tekið saman úrval af vörum sem virka sem vörn gegn COVID-19 í Vefverslun Garra. Einfaldlega skráðu þig inn í vefverslunina og finndu úrvalið sem hreinlætissérfræðingarnir okkar mæla með undir kynningarlistanum Sóttvarnir gegn COVID-19.

Hafðu samband við söludeild Garra ef þig vantar faglega ráðgjöf í hreinlætismálum.

Lesa nánar
Síða 10 af 17