Við hjá Garra erum ótrúlega stolt af áratuga samstarfi okkar við Ardo. Með því samstarfi hóf Garri innflutning á frosnu grænmeti og ávöxtum sem var á þeim tíma nýjung á íslenskum markaði.
Ardo er fjölskyldufyrirtæki sem framleiðir hágæða frosið grænmeti, kryddjurtir og ávexti. Fyrirtækið er stöðugt að skoða leiðir til að vernda og varðveita dýrmætar gjafir náttúrunnar og breyta þeim í ljúffeng matvæli. Hjá Ardo er gríðarlegur metnaður fyrir því að vera leiðandi í að kanna og kynna sjálfbærar framleiðsluaðferðir í landbúnaði og frystingu matvæla úr jurtaríkinu. Áhersla er lögð á að lágmarka matarsóun og áhrif á umhverfið.
Ardo leitast eftir stöðugum umbótum í öllu sínu starfi og starfsfólk vinnur saman sem eitt teymi með það sameiginlega markmið að gera Ardo enn betra.
Þjónusta við viðskiptavini og þarfir þeirra er leiðandi í öllu starfi ARDO og miðast þeirra skipulag að því að skila lausnum sem hentar hverjum viðskiptavini fyrir sig. Hjá Ardo er stöðug vöruþróun til að bregðast við þörfum og þróun markaðarins, þess vegna leitast Ardo eftir langtíma samstarfi við viðskiptavini sem hafa sömu gildi.
Gæði eru hornsteinn fyrirtækjastefnu Ardo en markmið þeirra er að útvega viðskiptavinum vörur sem uppfylla ströngustu öryggis- og gæðastaðla. Framleiðslustöðvar Ardo eru vottaðar í samræmi við alþjóðlega viðurkennda staðla (BRC/IFS) og uppfylla einnig stranga matvælaöryggis- og HACCP staðla.
„GARRI er dásamlegt dæmi um langtíma stefnumótandi samstarf, opið og einfalt. Samstarf okkar við Magnús og samstarfsfólk hans hefur farið vaxandi í gegnum árin, þá sérstaklega í miðlun upplýsinga og þekkingar sem er mikilvægt í stöðugri vöruþróun Ardo. Við hjá Ardo óskum Garra til hamingju með árin fimmtíu.“ Preben Gejl.