Ardo námskeið þann 2. nóvember 2022

þriðjudagur 20. sept. 2022 kl. 14.16
Fréttir garra

Ardo námskeið, miðvikudaginn 2.nóvember

Námskeiðið er núþegar uppbókað

Salatbarir, meðlæti, grænmetisréttir & kryddjurtir

Tímasetning 14:00 til 16:00

Þann 2.nóvember verður námskeið í Garra þar sem Peter De Wandel matreiðslumeistari hjá Ardo kynnir nýjungar og kemur með hugmyndir fyrir fagfólk.

Áhersla er á salatbari, meðlæti, grænmetisrétti og frosnar ferskar kryddjurtir.

Ardo er stöðugt að skoða leiðir til að vernda og varðveita dýrmætar gjafir náttúrunnar og breyta þeim í ljúffeng matvæli. Áhersla er á nýsköpun, umhverfið, innblástur til fagaðila og stuðla að heilbrigðu líferni. Hjá Ardo er gríðarlegur metnaður fyrir því að vera leiðandi í sjálfbærni og frystingu matvæla úr jurtaríkinu.

Peter er matreiðslumeistari frá Ter Groene Poorte. Peter var matreiðsluráðgjafi hjá Vandemoortele til ársins 2011 þegar hann tók við starfi hjá Ardo. Peter er einnig í eigin veitingarekstri og rekur matarbíl.

Peter Linkd

Fyrir hverja er námskeiðið: Matreiðslufólk, nemar og annað fagfólk sem starfar við veitingagerð.

Takmarkað sætaframboð.

Námskeiðið fer fram á ensku.

Námskeiðið fer fram í húsnæði Garra að Hádegismóum 1, 110 Reykjavík á 4.hæð.

Peter De Wandel.jpg