Skráning er hafin í Eftirréttur Ársins og Konfektmoli Ársins 2022 Ávaxtarík upplifun

miðvikudagur 7. sept. 2022 kl. 14.13
Fréttir garra

Eftirréttur ársins og Konfektmoli ársins verður haldinn fimmtudaginn 10. nóvember á sýningunni Stóreldhúsið 2022 í Laugardalshöll. Garri hefur haldið keppnina Eftirréttur ársins frá árinu 2010 og Konfektmoli ársins frá árinu 2017.

Keppnisrétt hafa þeir sem lokið hafa sveinsprófi í matreiðslu, konditori og bakaraiðn eða eru á nemasamning í fyrrnefndum greinum. Undantekningartilvik frá ofan nefndu verða metin sérstaklega.

Keppendur fá ítarlega lýsingu á keppnisreglum og aðstöðu að lokinni skráningu.

Þema keppninnar í ár er ávaxtarík upplifun

Eftirfarandi hráefni eru skylduhráefni:

  • Cacao Barry; Evocao™. bragðmikið og ávaxtaríkt dökkt súkkulaði, unnið 100% úr hreinum kakóávöxtum. 100% sjálfbært súkkulaði.
  • CapFruit ávaxtapúrra, Rabarbara
  • Andrea Milano, Balsamic Aceto Di Modena

Dómarar í Eftirréttur Ársins

Ólöf Ólafsdóttir

Ólöf Ólafs.jpg

Fyrsta sæti í Eftirréttur Ársins árið 2021

Konditor/pastrychef frá Zealand Business College

Diploma í “plated desserts” frá the Chocolate Academy of Chicago

Head pastry chef Monkeys

Sebastian Pettersson

Image-2.jpeg

Executive pastry chef Tak í miðborg Stokkhólms

Liðsstjóri sænska junior kokkalandsliðsins.

Sebastian hefur unnið til fjölda verðlauna þar á meðal gullverðlaun og til heildarverðlauna á Ólympíuleikunum í Lúxemborg árið 2018.

Sebastian hefur unnið á nokkrum þekktum Michelin veitingastöðum, meðal annars Oaxen Krog, Operakällaren & Ekstedt.

Sigurjón Bragi Geirsson

Sigurjón-Bragi-Geirsson-225x300.jpeg

Bocusd ’Or canditat 🇮🇸 2021-2023
2019 Kokkur Ársins
2020 Þjálfari íslenska kokkalandsliðsins

Dómarar í Konfektmoli Ársins

Karl Viggó Vigfússon

VIggó V.JPG

Bakari og konditor, Íslenska kokklandsliðið

Stofnandi Blackbox, Omnom, Skúbb

Eigandi Héðinn Kitchen & Bar

Vigdís Mi Diem Vo

Vigdís Mi Diem Vo.jpg

Fyrsta sæti í Konfektmoli ársins 2021, 2.sæti í Konfektmoli ársins 2020, 3. sæti í Konfektmoli árins 2019, 3.sæti í Eftirréttur ársins árið 2013.

Konditori og bakarameistari

Eigandi Kjarr Restaurant

FYRSTU VERÐLAUN: EFTIRRÉTTA NÁMSKEIÐ HJÁ CACAO BARRY

100% af kakóbaunum Cacao Barry styðja sjálfbæra kakóuppsprettu.

Raunveruleiki loftslagsbreytinga, skógareyðing og kolefnislosun er raunveruleg ógn við vistkerfi kakó, líf bænda og að lokum kakóbragðsins.

Cacao Barry® er stolt af því að styðja við Cocoa Horizons Foundation. Hlutverk þess er að bæta lífsviðurværi kakósins og bænda um allan heim í gegnum kynningu á sjálfbærum venjur, samfélags- þróunarverkefnum og skógrækt.

Í hvert skipti sem þú kaupir Cacao Barry vörur fer hluti til að fjármagna COH Foundation, sem vinnur að því að bæta líf bænda, uppræta barnavinnu og færa okkur daglega nær markmiði okkar um að ná jákvæðum áhrifum á skógareyðingu og kolefnisfótspor.

Fleiri Fréttir

Umhverfisskýrsla Garra 2020

Fréttir garra
14. júl 2021

Frá því að Garri hóf að mæla kolefnispor félagsins árið 2015 hefur umtalsverður árangur náðst í umhverfismálum.

Garri vinnur markvisst að því að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif félagsins með hagkvæmni í rekstri, endurnýtingu og endurvinnslu.

Gríðarlegur árangur hefur náðst eftir að Garri flutti Hádegismóa í lok árs 2017, en nýtt húsnæði, vélar og tæki í Garra nýta sér orkusparandi lausnir.

Þær lausnir hafa gert Garra kleift að reka mun stærra húsnæði og tækjabúnað á hlutfallslega umhverfisvænni hátt.

Heildarlosun árið 2020 minnkaði um 32 tonn CO2 ígilda eða um 24% frá árinu 2019. Hlutfallslega mest í umfangi 3, sem er óbein losun frá virðiskeðjunni.

Covid hafði talsverð áhrif á veltu og heildarlosun árið 2020 og greinileg merki eru á milli umsvifa í rekstri og heildarlosunar.

Umhverfisskýrsla 2020 hefur verið birt á vef Garra.

Lesa nánar

Jólatilboð 2020

Fréttir garra
02. des 2020

Kæru viðskiptavinir

Í tilefni jólahátíðarinnar höfum við sett spennandi kræsingar á tilboð fyrir jólaseðilinn og önnur skemmtileg tilefni í kringum hátíðirnar 🎅 

Skoðaðu tilboðið og sendu inn pöntun hér í Vefverslun Garra 👇 www.garri.is/vefverslun/kynningarsíður/jolatilbod-2020

Sendu inn pöntun hér í Vefverslun Garra eða hafðu samband við söludeild fyrir nánari upplýsingar.

Lesa nánar

Gleðilega verslunarmannahelgi og munum að við erum öll almannavarnir

Fréttir garra
28. júl 2020

Kæru viðskiptavinir

Við óskum ykkur gleðilegrar verslunarmannahelgar og vonum að þið hafið það einstaklega gott um helgina.

Undanfarna daga hafa verið að koma upp einangraðar sýkingar vegna COVID-19. Nú þegar verslunarmannahelgin nálgast er mikilægt að við bregðumst öll við og gerum allt sem við getum til að koma í veg fyrir að faraldurinn fari aftur af stað og að smitum fjölgi enn frekar.

Sérstaklega ber að minna á eftirfarandi:• Handþvott og handsprittun• Virða 2ja metra nándarregluna• Veitinga- og gististaðir fylgja leiðbeiningum um hlaðborð

Gangi ykkur vel og munum að við erum öll almannavarnir.

Við minnum á hreinlætislausnirnar okkar sem hafa reynst vel í gegnum tíðina. Frábær vörumerki og lausnir sem eru hagkvæmar og tímasparandi, og aðstoða þig með afkastameiri og hraðari þrif.

Við höfum tekið saman úrval af vörum sem virka sem vörn gegn COVID-19 í Vefverslun Garra. Einfaldlega skráðu þig inn í vefverslunina og finndu úrvalið sem hreinlætissérfræðingarnir okkar mæla með undir kynningarlistanum Sóttvarnir gegn COVID-19.

Hafðu samband við söludeild Garra ef þig vantar faglega ráðgjöf í hreinlætismálum.

Lesa nánar