Götulokanir vegna leiðtogafundar og áhrif á dreifingu á því svæði

föstudagur 5. maí 2023 kl. 08.49
Fréttir garra

Svæðið í kringum Hörpu og í Kvosinni verður lokað fyrir umferð almennra ökutækja, nema viðbragðsaðila, frá kl. 23 mánudaginn 15. maí til kl. 18:00 miðvikudaginn 17. maí.

Því verður ekki dreift á þessu svæði þriðjudaginn 16. maí og miðvikudaginn 17. maí.

Mánudagurinn 15. maí: UPPFÆRT

Öll vörulosun innan lokaða svæðisins skal vera lokið fyrir kl. 11.00 mánudaginn 15. maí og verður ekki hægt að fá afhentar vörur með bíl innan svæðisins fyrr en eftir kl. 18.00 miðvikudaginn 17. maí.

Þriðjudagurinn 16. maí verður hægt að sækja pantanir í Garra til kl. 16:00

Miðvikudaginn 17.maí verður hægt að sækja pantanir í Garra til kl. 18:00 í stað 16:00.

Fimmtudagurinn 18. maí er uppstigningardagur. Á þeim degi verður dreifing á þessu svæði milli klukkan 11:00 og 15:00 eftir þörfum.

Þeir sem óska eftir að fá afhent fimmtudaginn 18. maí þurfa að setja í athugasemd þegar pöntun er gerð að óskað er eftir því að fá afhent fimmtudag og hafa samband við sölumann hjá Garra. Pöntun þarf að berast fyrir miðnætti daginn áður.

Þau fyrirtæki sem við teljum að verði fyrir áhrifum af lokunum fá tölvupóst frá okkur næstu daga.

Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við þjónustuborð Garra eða ykkar tengilið.

Fleiri Fréttir

Umhverfisskýrsla Garra 2020

Fréttir garra
14. júl 2021

Frá því að Garri hóf að mæla kolefnispor félagsins árið 2015 hefur umtalsverður árangur náðst í umhverfismálum.

Garri vinnur markvisst að því að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif félagsins með hagkvæmni í rekstri, endurnýtingu og endurvinnslu.

Gríðarlegur árangur hefur náðst eftir að Garri flutti Hádegismóa í lok árs 2017, en nýtt húsnæði, vélar og tæki í Garra nýta sér orkusparandi lausnir.

Þær lausnir hafa gert Garra kleift að reka mun stærra húsnæði og tækjabúnað á hlutfallslega umhverfisvænni hátt.

Heildarlosun árið 2020 minnkaði um 32 tonn CO2 ígilda eða um 24% frá árinu 2019. Hlutfallslega mest í umfangi 3, sem er óbein losun frá virðiskeðjunni.

Covid hafði talsverð áhrif á veltu og heildarlosun árið 2020 og greinileg merki eru á milli umsvifa í rekstri og heildarlosunar.

Umhverfisskýrsla 2020 hefur verið birt á vef Garra.

Lesa nánar

Jólatilboð 2020

Fréttir garra
02. des 2020

Kæru viðskiptavinir

Í tilefni jólahátíðarinnar höfum við sett spennandi kræsingar á tilboð fyrir jólaseðilinn og önnur skemmtileg tilefni í kringum hátíðirnar 🎅 

Skoðaðu tilboðið og sendu inn pöntun hér í Vefverslun Garra 👇 www.garri.is/vefverslun/kynningarsíður/jolatilbod-2020

Sendu inn pöntun hér í Vefverslun Garra eða hafðu samband við söludeild fyrir nánari upplýsingar.

Lesa nánar

Gleðilega verslunarmannahelgi og munum að við erum öll almannavarnir

Fréttir garra
28. júl 2020

Kæru viðskiptavinir

Við óskum ykkur gleðilegrar verslunarmannahelgar og vonum að þið hafið það einstaklega gott um helgina.

Undanfarna daga hafa verið að koma upp einangraðar sýkingar vegna COVID-19. Nú þegar verslunarmannahelgin nálgast er mikilægt að við bregðumst öll við og gerum allt sem við getum til að koma í veg fyrir að faraldurinn fari aftur af stað og að smitum fjölgi enn frekar.

Sérstaklega ber að minna á eftirfarandi:• Handþvott og handsprittun• Virða 2ja metra nándarregluna• Veitinga- og gististaðir fylgja leiðbeiningum um hlaðborð

Gangi ykkur vel og munum að við erum öll almannavarnir.

Við minnum á hreinlætislausnirnar okkar sem hafa reynst vel í gegnum tíðina. Frábær vörumerki og lausnir sem eru hagkvæmar og tímasparandi, og aðstoða þig með afkastameiri og hraðari þrif.

Við höfum tekið saman úrval af vörum sem virka sem vörn gegn COVID-19 í Vefverslun Garra. Einfaldlega skráðu þig inn í vefverslunina og finndu úrvalið sem hreinlætissérfræðingarnir okkar mæla með undir kynningarlistanum Sóttvarnir gegn COVID-19.

Hafðu samband við söludeild Garra ef þig vantar faglega ráðgjöf í hreinlætismálum.

Lesa nánar