Garri í samstarfi við Cacao Barry stendur fyrir súkkulaði og eftirréttanámskeiðum dagana 10. og 11. janúar 2017. Námskeiðin eru í formi sýnikennslu þar sem útbúnir verða hágæða eftirréttir með ýmsum tækniatriðum. Leiðbeinendur námskeiðsins eru Kent Madsen og Britta Moesgaard og koma þau frá Cacao-Barry í Danmörku.
Um er að ræða sama námskeiðið haldið sitt hvorn daginn og mun það fara fram í húsnæði Garra að Lynghálsi 2, 110 Reykjavík.
Tvær dagsetningar eru í boði:
10. janúar 13:30 til 17:00
11. janúar 13:30 til 17:00
Skráning
Ef áhugi er fyrir hendi þá vinsamlegast skráið ykkur hér á Skráningarsíðu eða með því að senda tölvupóst á ivar@garri.is
Ath. Takmarkað sætaframboð – fyrstur kemur fyrstur fær.
Ath. Námskeiðið fer fram á ensku.
Smelltu á myndina og skoðaðu fróðlegt myndband frá Cacao Barry
Garri í samstarfi við Nordic Spice stendur fyrir spennandi námskeiðum dagana 6. og 7. febrúar 2018.
Námskeiðin fara fram í nýju húsnæði Garra að Hádegismóum 1, 110 Reykjavík.
Um er að ræða tvö ólík námskeið:
6. febrúar 13:30 til 16:30
A la carte eldhúsið, áhersla lögð á kryddun og matreiðslu á hágæða a la carte réttum.
7. febrúar 13:30 til 16:30
Mötuneyti, áhersla lögð á kryddun og matreiðslu á rétttum sem henta mötuneytum, stórum sem smáum.
Námskeiðin eru í formi sýnikennslu þar sem útbúnir verða ljúffengir hágæða réttir. Það sem gerir námskeiðið spennandi er kennsla á ýmsum tækniatriðum í meðhöndlun á þurrkuðum kryddum og kryddjurtum í matargerð.
Skráning
Ef áhugi er fyrir hendi þá vinsamlegast skráið ykkur hér á Skráningarsíðu eða með því að senda tölvupóst á arni@garri.is
Lærðu betur á notkun þurrkrydda og kryddjurta í matreiðslu
Leiðbeinandi námskeiðsins er André Wessman martreiðslumaður frá Nordic Spice Svíþjóð. André stýrir þróunarvinnu hjá Nordic Spice og hefur víðtæka reynslu úr veitingageiranum í Svíþjóð. Hann hefur starfað á fjórum Michelinveitingastöðum í Svíþjóð, meðal annars á Operakällaren í Stokkhólmi þar sem hann var yfirkokkur.
Þinn ávinningur af námskeiðinu getur verið:
Rétt meðhöndlun þurrkuðu kryddi og kryddjurtumNýjar uppskriftirMatreiðslumaður frá Nordic Spice á staðnum matreiðir spennandi réttiVið óskum viðskiptavinum og samstarfsaðilum okkar gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Í stað þess að senda út jólakort styrkir Garri gott málefni ár hvert og í ár rennur styrkurinn til Geðhjálpar, samtök um bættan hag fólks með geðraskanir og geðfötlun í samfélaginu.
Við þökkum innilega fyrir samstarfið á árinu sem er að líða og hlökkum til að gera frábæra hluti með ykkur á nýja árinu 2018.
Sjáumst á nýju ári!
Með kveðju,Starfsfólk Garra
Kæru viðskiptavinir.
Í dag föstudaginn 15. desember munum við flytja starfsemi okkar að fullu í nýtt húsnæði okkar að Hádegismóum 1, 110 Reykjavík.
Símkerfið okkar mun því loka kl 15:00 í dag föstudaginn 15. desember vegna flutningana. Við viljum minna á að klára þarf allar pantanir fyrir þann tíma. Ef eitthvað kemur upp er alltaf hægt að hafa beint samband við ykkar sölumenn.
Kærar þakkir
Starfsfólk Garra