Föstudaginn 17. mars lokar í Garra klukkan 12:00 vegna jarðarfarar stofnanda fyrirtækisins, Magnúsar R. Jónssonar.
Allar pantanir sem eru til afhendingar á höfuðborgarsvæðinu þann dag verða keyrðar út fyrir hádegi.
Magnús R. Jónsson andaðist að morgni sunnudagsins 5. mars, 86 ára að aldri. Magnús var frumkvöðull og maður framkvæmda og góðra verka. Hann stofnaði Garra fyrir 50 árum eða þann 14. mars árið 1973. Hann var mjög stoltur af samstarfsfólki sínu, þeim gildum sem Garri stendur fyrir og því trausti sem fyrirtækinu hefur verið sýnt frá viðskiptavinum og birgjum.
Innileg kveðja,
Magnús R. Magnússon