Sigurvegarar í Eftirréttur Ársins & Konfektmoli Ársins 2021

Sigurvegarar í Eftirréttur Ársins & Konfektmoli Ársins 2021

Miðvikudagur 3. Nóv. 2021 kl. 15.25
Fréttir garra
DSC_4817.jpg

Frá hægri sigurvegari í Eftirréttur ársins, Ólöf Ólafsdóttir, 2.sæti, Ísak Aron Jóhannsson, 3.sæti, Halldór Hafliðason

Frá vinstri sigurvegari í Konfektmoli Ársins, Vigdís Mi Diem Vo

Við óskum keppendum til hamingju með frábæran árangur

Þema keppninnar í ár var Nýr Heimur - Vegan. Keppendur túlkuðu þemað eftir sínu höfði en dæmt var meðal annars eftir samsetningu hráefna, bragði, áferð og frumleika. Jafnframt var dæmt eftir framsetningu og faglegum vinnubrögðum.

Þemað í ár var þó nokkur áskorun en dómarar voru sammála um að þátttakendum hefði tekist vel til. Þátttakendur voru hæfileikaríkir, faglegir og sýndu mikil gæði og frumleika.

Sigurvegari í Eftirréttur ársins 2021 var Ólöf Ólafsdóttir frá Monkeys. Hlýtur hún í verðlaun námskeið hjá Chocolate Academy Cacao Barry.

2. sæti Ísak Aron Jóhannsson, LUX Veitingar

3. sæti Halldór Hafliðason, Reykjavík Edition

Sigurvegari í Konfektmoli Ársins var Vigdís Mi Diem Vo, frá Reykjavík Edtion, en hún hlýtur einnig í verðlaun námskeið hjá Chocolate Academy Cacao Barry.

Sigurvegari í Konfektmoli Ársins fær einnig þann heiður að bjóða upp á sigurmolann á Hátíðarkvöldverði Klúbbs matreiðslumeistara í byrjun árs 2022.

Dómarar í Eftirréttur Ársins:

Sigurður Laufdal - Bocuse d´Or keppandi 2021

Sólveig Eiríksdóttir - matarhönnuður

Erlendur Eiríksson - matreiðslumeistari

Dómarar í Konfektmoli Ársins:

Eyþór Kristjánsson - matreiðslumaður

Jón Daníel Jónsson - matreiðslumeistari

Kristleifur Halldórsson - matreiðslumeistari

DSC_4795.jpg

Fleiri Fréttir

Umhverfisskýrsla Garra 2020

Fréttir garra
14. júl 2021

Frá því að Garri hóf að mæla kolefnispor félagsins árið 2015 hefur umtalsverður árangur náðst í umhverfismálum.

Garri vinnur markvisst að því að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif félagsins með hagkvæmni í rekstri, endurnýtingu og endurvinnslu.

Gríðarlegur árangur hefur náðst eftir að Garri flutti Hádegismóa í lok árs 2017, en nýtt húsnæði, vélar og tæki í Garra nýta sér orkusparandi lausnir.

Þær lausnir hafa gert Garra kleift að reka mun stærra húsnæði og tækjabúnað á hlutfallslega umhverfisvænni hátt.

Heildarlosun árið 2020 minnkaði um 32 tonn CO2 ígilda eða um 24% frá árinu 2019. Hlutfallslega mest í umfangi 3, sem er óbein losun frá virðiskeðjunni.

Covid hafði talsverð áhrif á veltu og heildarlosun árið 2020 og greinileg merki eru á milli umsvifa í rekstri og heildarlosunar.

Umhverfisskýrsla 2020 hefur verið birt á vef Garra.

Lesa nánar

Opnunartími Garra yfir jólahátíðina

Fréttir garra
18. des 2020

Við hvetjum til þess að gera pantanir tímanlega fyrir jólin þar sem það eru færri dagar til útkeyrslu og því gott að vera fyrr á ferðinni. Sniðugt er að nota Vefverslun Garra til að skipuleggja og framkvæma pantanir, ef eitthvað gleymist er einfalt að bæta því við í vefverslun svo lengi sem pöntunin sé ekki komin í útkeyrslu.

Opnunartími í Reykjavík verður eftirfarandi:

Aðfangadagur - Fimmtudagur 24. desember - LOKAÐJóladagur - Föstudagur 25. desember - LOKAÐAnnar í jólum - Laugardagur 26. desember - LOKAÐMánudagur 28. desember - OPIÐÞriðjudagur 29. desember - OPIÐMiðvikudagur 30. desember - OPIÐGamlársdagur - Fimmtudagur 31. desember - OPIÐ 8:00 - 12:00 (aðeins hægt að sækja pantanir)Nýársdagur, Föstudagur 1. janúar - LOKAÐMánudagur 4. janúar - OPIÐ 8:00 - 16:00

Ferðir á Selfoss og nágrenni verða eftirfarandi:

Miðvikudagur 23. desemberMiðvikudagur 30. desember

Ferðir til Keflavíkur og nágrenni verða eftirfarandi:

Þriðjudagur 22. desemberÞriðjudagur 29. desemberMánudagur 4. janúarFimmtudagur 7. janúar

Viðskiptavinir eru hvattir til að gera pantanir tímanlega.

Gleðilega hátíð!

Starfsfólk Garra

Lesa nánar

Jólatilboð 2020

Fréttir garra
02. des 2020

Kæru viðskiptavinir

Í tilefni jólahátíðarinnar höfum við sett spennandi kræsingar á tilboð fyrir jólaseðilinn og önnur skemmtileg tilefni í kringum hátíðirnar 🎅 

Skoðaðu tilboðið og sendu inn pöntun hér í Vefverslun Garra 👇 www.garri.is/vefverslun/kynningarsíður/jolatilbod-2020

Sendu inn pöntun hér í Vefverslun Garra eða hafðu samband við söludeild fyrir nánari upplýsingar.

Lesa nánar