Uppskriftir frá Erlu Þóru Bergmann

mánudagur 10. júlí 2023 kl. 09.15
Fréttir garra

Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir landsliðskokkur setti saman tvær uppskriftir af eftirréttum fyrir Garra. Erla útskrifaðist sem kokkur árið 2017 og matreiðslumeistari árið 2020.

Erla keppti á heimsmeistaramótinu í Lúxemborg með íslenska kokkalandsliðinu síðastliðinn nóvember. Liðið hreppti eitt gull og eitt silfur sem skilaði þeim sjötta sæti. Framundan eru síðan Ólympíuleikarnir í Stuttgart í febrúar 2024.

Erla starfar á Fjallkonunni. Henni finnst gaman að elda en heillast alltaf af eftirréttum. Sosa vörurnar eru í sérstöku uppáhaldi hjá Erlu þar sem þær taka réttina uppá næsta stig.

Uppskriftir frá Erlu Þóru Bergmann

Erla mynd

Hvítsúkkulaði eplakaka með eplakarmellu og ís

Hvítsúkkulaði eplakaka

140 g smjör

130 g hvítt Zephyr súkkulaði frá Cacao Barry

125 g sykur

25 g glúkósi frá Sosa

60 g rjómi

1 g salt

60 g hveiti

2 egg

1 grænt epli

1 tsk kanill

- Smjör og hvítt súkkulaði brætt saman

- Hitað uppá rjóma, sykri og glúkósa og blandað saman við súkkulaði blönduna .Hveiti blandað saman við með töfrasprota ásamt eggjum og salti.

- Epli eru skorin og velt uppúr kanil og blandað saman við með sleikju.

- Bakað á 200°C í 15-25 mín

Sýrður rjóma ís

400 g mjólk

300 g sykur

120 glúkósi frá Sosa

1 kg sýrður rjómi

2 g gellan Sosa

30 g sítrónusafi

8 g matarlím

- Hitað uppá mjólk,sykri,glukósa og gellan og síðan er matarlími bætt við og síðan kælt niður.

- Blandað saman við sýrðan rjóma og sítrónusafa.

- Fryst og síðan hrært upp í Paco jet

Epla karmella

100 g glúkósi

155 g sykur

60 g rjómi

65 g Grænepla puré frá Capfruit

50 g noisette smjör

3 g salt

- Hitað er uppá rjóma, epla purre og noisette smjörinu.

- Glúkósi og sykur hitaður uppí 170°C

- Þá er rjómablöndunni helt varlega saman við sykurinn og hrært þar til allt er komið vel saman.

Pate chaux fyllt með pralín karmellusúkkulaði mousse, mangó passion fruit curd og passion fruit kexi.

Crakine kex

30 g smjör

15 g sykur

15 g syrop

50 g hveiti

- Allt hrært vel saman

- Flatt út milli tveggja smjörpappíra með kökukefli u.þ.b 1-2 mm og síðan sett í frysti.

Choux

60 g mjólk

60 g vatn

50 g smjör

75 g hveiti

2 g salt

5 g sykur

120 g egg

- Allt nema hveiti og egg er soðið saman. Síðan er hveitinu bætt við og ristað í nokkrar mínútur.

- Deigið er þá sett í hrærivél og hrært þar til það verður nánast kalt. Þá er eggjunum bætt mjög rólega saman við og hrært vel saman.

- Best er að sprauta deiginu með sprautupoka á plötu og stinga út kex deigið í sömu stærð og bollan er og leggja varlega ofaná choux bolluna.

- Bakað við 200°C í 10-14 mín

Karmellusúkkulaði mousse með pralín

Creme anglais

70 g rjómi

70 g mjólk

70 g eggjarauður

15 g sykur

1 g salt

- Soðið uppá rjóma og mjólk og helt varlega yfir eggjarauðurnar og hræra vel.

- Elda allt yfir vatnsbaði uppí 83°C

3 g matarlím

100 g karmellu-mjólkur súkkulaði frá Cacao barry

100 g hezlihnetu praline Cacao Barry

250 g Millac rjómi

- Matarlímið er lagt í bleyti.

- Creme anglais helt yfir súkkulaðið, pralínið og matarlímið og hrært vel saman.

- Þegar blandan er búin að kólna niður í 32°C þá má folda saman við léttþeyttum millac rjóma.

- Látið stífna inná kæli.

Mangó og passion fruit curd

170 g heil egg

180 g sykur

120 g mangó puré frá Capfruit

120 g passion fruit puré frá Capfruit

260 g smjör

- Öllu blandað saman nema smjöri og eldað í vatnsbaði uppí 83°C

- Þegar blandan hefur kólnað niður í 50°C má blanda smjöri saman með töfrasprota

- Geymt í kæli

Passion fruit twill

25 g noisette smjör

25 g eggjahvítur

25 g flórsykur

25 g hveiti

10 g passion duft sosa

- Öllu blandað saman.

- Smurt þunnt á silikon plötu og bakað við 160°C

Fleiri Fréttir

Umhverfisskýrsla Garra 2020

Fréttir garra
14. júl 2021

Frá því að Garri hóf að mæla kolefnispor félagsins árið 2015 hefur umtalsverður árangur náðst í umhverfismálum.

Garri vinnur markvisst að því að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif félagsins með hagkvæmni í rekstri, endurnýtingu og endurvinnslu.

Gríðarlegur árangur hefur náðst eftir að Garri flutti Hádegismóa í lok árs 2017, en nýtt húsnæði, vélar og tæki í Garra nýta sér orkusparandi lausnir.

Þær lausnir hafa gert Garra kleift að reka mun stærra húsnæði og tækjabúnað á hlutfallslega umhverfisvænni hátt.

Heildarlosun árið 2020 minnkaði um 32 tonn CO2 ígilda eða um 24% frá árinu 2019. Hlutfallslega mest í umfangi 3, sem er óbein losun frá virðiskeðjunni.

Covid hafði talsverð áhrif á veltu og heildarlosun árið 2020 og greinileg merki eru á milli umsvifa í rekstri og heildarlosunar.

Umhverfisskýrsla 2020 hefur verið birt á vef Garra.

Lesa nánar

Jólatilboð 2020

Fréttir garra
02. des 2020

Kæru viðskiptavinir

Í tilefni jólahátíðarinnar höfum við sett spennandi kræsingar á tilboð fyrir jólaseðilinn og önnur skemmtileg tilefni í kringum hátíðirnar 🎅 

Skoðaðu tilboðið og sendu inn pöntun hér í Vefverslun Garra 👇 www.garri.is/vefverslun/kynningarsíður/jolatilbod-2020

Sendu inn pöntun hér í Vefverslun Garra eða hafðu samband við söludeild fyrir nánari upplýsingar.

Lesa nánar

Gleðilega verslunarmannahelgi og munum að við erum öll almannavarnir

Fréttir garra
28. júl 2020

Kæru viðskiptavinir

Við óskum ykkur gleðilegrar verslunarmannahelgar og vonum að þið hafið það einstaklega gott um helgina.

Undanfarna daga hafa verið að koma upp einangraðar sýkingar vegna COVID-19. Nú þegar verslunarmannahelgin nálgast er mikilægt að við bregðumst öll við og gerum allt sem við getum til að koma í veg fyrir að faraldurinn fari aftur af stað og að smitum fjölgi enn frekar.

Sérstaklega ber að minna á eftirfarandi:• Handþvott og handsprittun• Virða 2ja metra nándarregluna• Veitinga- og gististaðir fylgja leiðbeiningum um hlaðborð

Gangi ykkur vel og munum að við erum öll almannavarnir.

Við minnum á hreinlætislausnirnar okkar sem hafa reynst vel í gegnum tíðina. Frábær vörumerki og lausnir sem eru hagkvæmar og tímasparandi, og aðstoða þig með afkastameiri og hraðari þrif.

Við höfum tekið saman úrval af vörum sem virka sem vörn gegn COVID-19 í Vefverslun Garra. Einfaldlega skráðu þig inn í vefverslunina og finndu úrvalið sem hreinlætissérfræðingarnir okkar mæla með undir kynningarlistanum Sóttvarnir gegn COVID-19.

Hafðu samband við söludeild Garra ef þig vantar faglega ráðgjöf í hreinlætismálum.

Lesa nánar