
Fimmtudaginn 29.janúar klukkan 14 fer fram spennandi kynning í Garra þar sem Peter De Wandel matreiðslumeistari hjá Ardo kynnir nýjungar og kemur með hugmyndir að nútímalegum grænmetisréttum fyrir fagfólk.
Peter ólst upp við matargerð þar sem móðir hans rak lítið heimaveitingahús og eldaði úr hráefnum úr eigin garði. Þar kviknaði áhugi Peter á mat og eldamennsku.
Eftir nám í einum virtasta matreiðsluskóla Belgíu hóf Peter störf á veitingastöðum og í veisluþjónustu. Ferill hans þróaðist síðan í átt að ráðgjöf og hugmyndavinnu fyrir matvælafyrirtæki.
Í dag starfar Peter hjá Ardo, þar sem hann þróar uppskriftir og hugmyndir. Hann starfar náið með fagfólki um allan heim til að veita innblástur, deila þekkingu og lausnum. .
Upplýsingar um námskeiðið:
📅 Fimmtudagur 29. Janúar
🕑 Kl. 14:00–16:00
📍Hádegismóar 1, 110 Reykjavík – 4. Hæð
🥕 Áhersla á grænmetisrétti og vörur frá Ardo
👨🍳 Fyrir matreiðslufólk, nema og annað fagfólk í veitingagerð
🗣 Námskeiðið fer fram á ensku
⚠️ Takmarkað sætaframboð
Skráning: Vinsamlegast fyllið út form hér til hliðar.