Ardo framleiðir frosið grænmeti, ávexti og jurtir í Belgíu og víðsvegar um Evrópu. Ardo er vel þekkt í íslenskum eldhúsum fyrir gæði, stöðugleika og breiðasta úrvalið á markaðnum. Garri selur rúmlega 110 vörutegundir frá Ardo.
VÖRUSTJÓRI:
Andrés Yngvi Jóakimsson
Sími: 5700309
andres@garri.is
Avomix ræktar og framleiðir frystar afurður úr lárperum / avocado. bæði sneiðar, sem og maukað og tilbúið guacamole. Lárperan er ræktuð við bestu skilyrði í Andaluciu á Spáni og er alltaf tínd og unnin við rétt þroskastig.
Yfir 30 ára sérfræðiþekking í þjónustu fagaðila í framleiðslu, matargerð og veitingarekstri gerir Bardinet að óumdeildum leiðtoga á sviði mataráfengis. Með viðurkenndum vörumerkjum, heldur Bardinet anda gastronomíuhefða Frakklands lifandi.
VÖRUSTJÓRI:
Andrés Yngvi Jóakimsson
Sími: 5700309
andres@garri.is
Ólífurnar frá Barnier eru handvaldar af sérfræðingum og útbúnar eftir mismunandi fornum uppskriftum. Ólífurnar halda sínum náttúrulega karakter, bjóða uppá ekta bragð og skæran lit ásamt þéttri og góðri áferð. Fjölbreytt úrval ólífa, blandaðar með jurtum, marineraðar ólífur og árstíðabundnar ólífur frá Suður-Frakklandi.
VÖRUSTJÓRI:
Andrés Yngvi Jóakimsson
Sími: 5700309
andres@garri.is
Brazzale er elsta mjólkurfyrirtæki Ítalíu, með óslitna starfsemi í átta kynslóðir síðan 1784. Fyrirtækið framleiðir ost og smjör og leggur mikla áherslu á gæði og gagnsæi gagnvart neytendum.
Bridor framleiðir hágæða fryst brauð, vínabrauð og sætabrauð fyrir fagfólk um allan heim. Fyrirtækið sameinar hefð og nútíma tækni til að skapa fjölbreyttar uppskriftir sem endurspegla alþjóðlega brauðmenningu.
Franska merkið Cacao Barry býður upp á mikið úrval hágæða súkkulaðivara, hjúpa, fyllinga og skrautvara. Súkkulaðigerðarmenn, bakarar og kokkar velja Cacao Barry vegna þess hve fágað, bragð- og áferðargott það er. Cacao Barry velur ávallt mjög vandlega bestu baunirnar frá bónda hverju sinni.
VÖRUSTJÓRI:
Óskar Ólafsson
Sími: 5700310
oskar@garri.is
Ferskt frosið pasta gert úr hágæða ítölsku hveiti og eggjum frá frjálsum hænum. Pastað inniheldur einungis sérvalin hráefni og er án allra viðbættra aukaefna. Pastað er útbúið og lausfryst en þannig helst það ferskt í sínu upprunalega formi í lengstan tíma. Næringarinnihald, bragð og litur helst alltaf eins og auðvelt er að elda pastað beint úr frysti.
VÖRUSTJÓRI:
Andrés Yngvi Jóakimsson
Sími: 5700309
andres@garri.is
Franska fyrirtækið Capfruit býður upp á breitt úrval vandaðra vara fyrir fagfólk. Ávaxtapúrrur sem innihalda engan viðbættan sykur eða 10% viðbættan sykur. Vörurnar eru án allra bragðefna, viðbættra litarefna, rotvarnarefna eða þykkingarefna.
VÖRUSTJÓRI:
Óskar Ólafsson
Sími: 5700310
oskar@garri.is
Carma er Svissneskt fyrirtæki sem framleiðir góðar og áreiðanlegar vörur sem henta vel til eftirréttargerðar. Sósur, fyllingar, súkkulaði, músir og hjúpar.
VÖRUSTJÓRI:
Óskar Ólafsson
Sími: 5700310
oskar@garri.is
Uppruna Chocovic má rekja til borgarinnar Vic í Barcelona héraði. Chocovic framleiða súkkulaði fyrir fagmenn með gæði og gott verð að leiðarljósi.
VÖRUSTJÓRI:
Óskar Ólafsson
Sími: 5700310
oskar@garri.is
Alhliða ítalskar gæðavörur sem sækja gæði sín í vandað val á hráefnum og viðurkennda framleiðslu. Niðursuðuvörur og vörur í olíu sem henta í allskyns matargerð.
VÖRUSTJÓRI:
Andrés Yngvi Jóakimsson
Sími: 5700309
andres@garri.is
Essential Cuisine framleiða bragðgóðar vörur sem eru einfaldar í notkun. Vörur sem eru sniðnar að önnum köfnum eldhúsum sem vilja halda í gæðin. Kraftar, gljáar, soð og sósur.
Hágæða súrdeigspizzur framleiddar í Hollandi úr 100% náttúrulegum óerfðabreyttum innihaldsefnum. Pizzadeigin frá Euro Pizza koma frosin í kúlum sem gerir það að verkum að þau eru auðveld í notkun. Gott bragð, áferð og stökkleiki gera Euro Pizza að vinsælum valkosti þegar kemur að pizzagerð. Deigin koma í nokkrum stærðum.
Greenway opnaði sinn fyrsta veitingastað í Gent árið 1998 og sló strax í gegn. Síðan þá hefur fyrirtækið verið brautryðjandi í grænmetismatvörum sem innblásnar eru af indverskri matargerð.
Jakobsens er staðsett í Aulum í Danmörku og er einn af leiðandi framleiðendum á hunangi í Skandinavíu. Framleiðsla þeirra og pökkun á hunangi fer fram undir ströngu eftirliti sem tryggir há gæði vörunnar. Garri selur bæði hunang og agave sýróp frá Jakobsens.
Janax flytja inn og selja áfram vörur sem henta vel í japanska matargerð. Janax einblína á að flytja inn gæða vörur beint frá leiðandi framleiðendum í Asíu, Bandaríkjunum og Evrópu. Þannig tryggja þeir rekjanleika og öryggi matvælanna sem þeir selja. Janax er staðsett í Brondby í Danmörku.
VÖRUSTJÓRI:
Óskar Ólafsson
Sími: 5700310
oskar@garri.is
Jorda framleiðir bragðmikið kurl fyrir sæta og salta rétti. Vörur sem gefa skemmtilega áferð. Vörurnar eru þróaðar til að bæta bragð og útlit á réttum og veita skapandi möguleika í matargerð.
Lakeland framleiðir hágæða rjóma fyrir matreiðslu og bakstur. Millac Gold rjóminn frá Lakeland er stöðugur, auðveldur í notkun og þægilegur að þeyta.
Lamb Weston er leiðandi á heimsvísu í hágæða kartöfluafurðum. Metnaður þeirra fyrir kartöflum er aðeins upphafið. Þeir leggja mikið uppúr betri tækni, bragðbetri vöru, grænni vinnubrögðum ásamt frumlegri hugsun og nýjum hugmyndum. Fallegu sérskornu franskarnar frá Lamb Weston fást hjá Garra í miklu úrvali.
VÖRUSTJÓRI:
Steinn Vignir Kristjánsson
Sími: 5700331
steinn@garri.is
Myllan hefur bakað brauðmeti og kökur fyrir Íslendinga í 60 ár. Myllan hefur verið í fararbroddi með nýjungar á íslenskum markaði og hefur haft að leiðarljósi að tryggja viðskiptavinum sínum gæðavörur og þróa nýjungar sem falla vel að breyttum neysluvenjum neytenda.
Nordic Seafood er danskt fyrirtæki staðsett í Hirtshals. Á hverjum degi kemur þangað nýr ferskur eða frosinn fiskur sem þeir pakka og dreifa áfram. Eitt af helstu gildum þeirra er ábyrgð - gagnvart gæðum, mataröryggi og sjálfbærni. Garri hefur lengi flutt inn fiskmeti frá Nordic Seafood með góðri reynslu.
VÖRUSTJÓRI:
Óskar Ólafsson
Sími: 5700310
oskar@garri.is
Nordic Spice er sænskt fyrirtæki staðsett í Eskilstuna skammt frá Stokkhólmi. Nordic Spice hefur mikla ástríðu fyrir gæðakryddum, kryddblöndum, sósum og marineringum og leggja mikið upp úr því að gæði og bragð séu ávallt þau bestu sem finna má. Nýjasta tækni í verksmiðju þeirra og FSSC 22000 vottun tryggir öryggi og góða yfirsýn í allri framleiðslu.
VÖRUSTJÓRI:
Árni Þór Sigurðsson
Sími: +3546964441
arni@garri.is
Omed er spænskt fjölskyldufyrirtæki sem framleiðir hágæða ólífuolíur og edik af mikilli ástríðu. Olíurnar þeirra eru allar kaldpressaðar og útbúnar eftir hæstu gæðastöðlum. Edikin eru bragðmikil og finnst sterkt ávaxta og berjabragð vel í gegn. Bragðgóðar og skemmtilegar vörur sem setja sinn svip á matargerð.
VÖRUSTJÓRI:
Andrés Yngvi Jóakimsson
Sími: 5700309
andres@garri.is
Frá því árið 1898 hefur uppskriftin sem Pasta Zara notast við haldist óbreytt. Grunngildin þeirra, vandlega valin hráefni og nýjasta tækni í vinnslu og pastagerð hafa tryggt þeim mikla farsæld.
VÖRUSTJÓRI:
Andrés Yngvi Jóakimsson
Sími: 5700309
andres@garri.is
Einstök hönnun útbúin í samstarfi við fagmenn. Hjá ítalska fyrirtækinu Pavoni má finna afrakstur 40 ára þróunar í búnaði til súkkulaði-, ís- og eftirréttagerðar þar sem markmiðið er að breyta hverri framleiðslu í listaverk. Fyrirtækið leggur mikið uppúr gæðum í efnavali og stöðugri þróun á formum og lausnum.
Peter Larsen Kaffe hefur framleitt hágæðakaffi í Danmörku síðan 1902. Fyrirtækið byrjaði sem smásala í Viborg, þróaðist í heildsölu og síðar í eigin innflutning á kaffibaunum. Í dag er það framúrskarandi kaffifyrirtæki með áherslu á gæði, sjálfbærni og nýsköpun.
Molini Pivetti hóf starfsemi sína fyrir 150 árum þegar Valente Pivetti byggði gufuknúna myllu í Renazzo, Ferrara-héraði, svæði sem er þekkt fyrir framúrskarandi hveiti. Í dag framleiðir fyrirtækið sérvaldar hveitiblöndur fyrir m.a. bakstur, pizzugerð og pasta.
Hveitiblöndurnar eru þróaðar í samstarfi með sérfræðingum til að tryggja auðvelda vinnslu, góða stjórnun á gerjunartíma og framúrskarandi gæði.
Ítalskur framleiðandi sem leggur áherslu á gæði og árstíðabundna vinnslu. Maukaðir tómatar og aðrar hrávörur unnar í samræmi við stranga gæðastaðla.
Bandaríska fyrirtækið Roland flytur inn matvöru frá Norður Ameríku, Suður Ameríku, Evrópu, Norður Afríku og Asíu. Þeir leggja mikið uppúr því að vörurnar þeirra séu af bestu mögulegu gæðum frá traustum birgjum. Vöruúrval Roland er í stöðugri þróun en gildin ávallt þau sömu. Garri selur yfir 100 vörur frá Roland.
VÖRUSTJÓRI:
Steinn Vignir Kristjánsson
Sími: 5700331
steinn@garri.is
Saint Orens sérhæfir sig í framleiðslu á andaafurðum. Allt ferlið fer fram á eigin búgarði, frá fóðrun til framleiðslu.
Sérhæfir sig í vinnufatnaði fyrir veitinga- og matvælaiðnað. Vörur hannaðar með áherslu á fagurfræði og endingargæði.
Servetta framleiðir hágæða servíettur og borðbúnað fyrir veitingastaði og viðburði. Mikil áhersla er lögð á hönnun og gæði.
Sidoli er fjölskyldufyrirtæki staðsett í Welshpool í Bretlandi. Sidoli framleiðir margar tegundir af kökum sem allar eru gerðar úr bestu mögulegu hráefnum eftir gömlum fjölskylduuppskriftum. Bragðgóðar og fallegar kökur í miklu úrvali.Sidoli framleiða einnig vegan og glúteinlausar kökur.
VÖRUSTJÓRI:
Steinn Vignir Kristjánsson
Sími: 5700331
steinn@garri.is
Framleiðir einnota umbúðir og borðbúnað fyrir veitingaþjónustu. Lögð áhersla á hönnun, gæði og umhverfisvænar lausnir.
Með yfir 50 ára reynslu er spænska fyrirtækið Sosa einn af leiðandi framleiðendum hágæða innihaldsefna fyrir matreiðslu og eftirrétta- og ísgerð. Allskyns hráefni sem einfalda störf matreiðslumanna og færa matargerð upp á hærra plan.
Taylors of Harrogate er sjálfstætt fjölskyldufyrirtæki sem hefur framleitt hágæða te og kaffi í yfir 130 ár. Taylors leggur áherslu á ábyrga framleiðslu og framúrskarandi gæði.
Tingstad sérhæfir sig í rekstrarvörum, einnota lausnum, vinnufatnaði og búnaði fyrir fyrirtæki í veitinga-, verslunar- og þjónustugeiranum. Fyrirtækið hefur víðtækt vöruúrval og leggur áherslu á hagkvæmni, hraða í afhendingu og áreiðanlega þjónustu
Traiteur de Paris var stofnað fyrir um 20 árum rétt fyrir utan París í Frakklandi. Með virðingu fyrir hefðum og auga fyrir nýjungum hefur Traiteur de Paris fengið mikið lof fyrir rétti sína. Fjölbreytt úrval eftirrétta og annarra ósætra rétta sem með hjálp góðra frystiaðferða spara tíma í eldhúsinu án þess að það komi niður á gæðunum.
VÖRUSTJÓRI:
Steinn Vignir Kristjánsson
Sími: 5700331
steinn@garri.is
Valpizza er ítalskt fyrirtæki sem framleiðir pizzabotna. Botnarnir eru tilbúnir útflattir með sósu, gerðir á ítalska mátann með háum kanti og eldbakaðir. Hver pizza er einstök, handgerð frá deigi að pökkun.
Vandemoortele er belgískt rótgróið fjölskyldufyrirtæki sem Garri hefur lengi verið í samstarfi við. Vandemoortele bjóða uppá góðar lausnir fyrir fagmenn og vöru sem hægt er að treysta. Þeir framleiða allskyns brauð og bakkelsi sem öll koma frosin, annað hvort hrá, forbökuð eða tilbúin til afþýðingar.
VÖRUSTJÓRI:
Andrés Yngvi Jóakimsson
Sími: 5700309
andres@garri.is
Wiik & Co. fylgir vörunni frá uppruna til lokaafurðar og leggur áherslu á ábyrga framleiðslu, umhverfisvernd og vottuð gæðastöðlum.
Nýstárleg tæki og tækni fyrir fagleg eldhús framtíðarinnar er það sem spænska fyrirtækið 100% Chef hefur ástríðu fyrir. Tilgangur þeirra er undirstrika og létta daglegt starf fagfólks í eldhúsum. Skemmtilegar og frumlegar vörur sem setja skemmtilegan svip á framsetningu og matargerð.