Það er nóg að gera í vöruhúsi Garra þessa dagana. Snillingarnir sem þar starfa hafa lagt sig alla fram síðustu daga til að ná okkar góða þjónustustigi. Framundan er aftur fjögurra daga vinnuvika í Garra og því viljum við hvetja alla til þess að panta tímanlega.
Við bendum jafnframt á vefverslun Garra til að tryggja skjóta og örugga afgreiðslu.
Við erum afar þakklát fyrir gott samstarf við okkar viðskiptavini og fyrir þann skilning sem við fengum í síðustu viku þegar tafir voru á afgreiðslu.
TAKK.
Starfsfólk Garra.





