Sebastian Pettersson kynnir hráefni frá Cacao Barry.
Þann 5.maí næstkomandi fer fram námskeið í Garra þar sem Sebastian Pettersson kynnir hráefni frá Cacao Barry.
Cacao Barry leitast stöðugt við að þjóna matreiðslufólki með því að bjóða hágæða súkkulaði og efla sköpunargáfu matreiðslumanna.
100% af Cacao Barry kakóbaunum styður við sjálfbæra uppskeru.
Sebastian er einn af meðlimum sænska kokkalandsliðsins. Hann hefur unnið til fjölda verðlauna þar á meðal gullverðlaun og til heildarverðlauna á Ólympíuleikunum í Lúxemborg árið 2018.
Sebastian hefur unnið á nokkrum þekktum Michelin veitingastöðum, meðal annars Oaxen Krog, Operakällaren & Ekstedt.
Sebastian er þekktur fyrir að vera mjög skapandi og koma með áhugaverðar útfærslur á eftirréttum.
Í dag er Sebastian executive pastry chef hjá veitingastaðnum Tak í miðborg Stokkhólms, auk þess er hann liðsstjóri sænska junior kokkalandsliðsins.