Dómarar í Eftirréttur ársins og Konfektmoli ársins

miðvikudagur 22. okt. 2025 kl. 13.29
Fréttir garra

Garri heldur keppnirnar Eftirréttur ársins og Konfektmoli ársins þriðjudaginn 28. október á La Primavera í Hörpu.

Eftirréttur ársins hefst klukkan 8:30 og fyrsti keppandinn skilar disk klukkan 8:50. Alls munu 27 keppendur kynna eftirrétti fyrir dómurum og 10 keppendum skila konfektmola til dómnefndar.
Þetta er einstakt tækifæri til að sjá fagfólk í skapandi umhverfi.

📍 Staður: La Primavera, Hörpu
🕣 Tími: 28. október, kl. 8:30

👩‍🍳 Eftirréttur ársins: Keppendur 27

👩‍🍳 Konfektmoli ársins: Keppendur 10

✨ Úrslit: Klukkan 17:00

Í keppninni er dæmt eftir fimm matsatriðum: Uppskriftaskil og skýrleika (10%), þar sem nákvæmni og greinargóð vinnulýsing skiptir máli; samsetningu innihaldsefna og tengingu við þema (25%); bragði og áferð (35%); framsetningu og nýsköpun (20%); og loks faglegum vinnubrögðum, hreinlæti og skipulagi (10%).

Komdu og njóttu dagsins þar sem sköpun, ástríða og sæta lífið mætast !

Eftirréttir-1080x1080_0000s_0011_Garri-Eftirréttur-2024163.jpg

Yfirdómari í Eftirréttur ársins

Snædís Xyza Mae Jónsdóttir er matreiðslumeistari og þjálfari íslenska Kokkalandsliðsins. Hún er í dag yfirkokkur á Fröken Reykjavík, Hótel Reykjavík Saga. Snædís hefur mikla keppnisreynslu og unnið fjölda verðlauna, meðal annars Eftirréttur ársins árið 2018, Arctic Chef, og gull í heita á World Cup Luxembourg 2018. Snædís hefur keppt og sigrað með Kokkalandsliðinu sem náði til dæmis frábærum árangri á Ólympíuleikunum í matreiðslu 2020 og árið 2024.

Snæ_

Dómari í Eftirréttur ársins

Hinrik Örn Lárusson er verðlaunaður matreiðslumaður, frumkvöðull og veitingamaður sem hefur markað sér sterk spor í íslenskri matargerð. Hann hefur unnið titilinn Ungi kokkur Íslands tvisvar og hlotið silfur á Ungi kokkur Norðurlanda tvívegis. Hinrik var Matreiðslumaður ársins 2024 og Matreiðslumaður Norður-Evrópu 2025. Hann keppti sem commis með Viktori í Bocuse d’Or 2017, þar sem þeir unnu brons. Hinrik er næsti keppandi Íslands í Bocuse d‘Or. Hinrik er stofnandi og eigandi Lux veitinga, Sælkerabúðarinnar, Sælkeramatar og Asks, og undirbýr nú opnun nýs staðar, Brasa, í Kópavogi.

HInrik_

Dómari í Eftirréttur ársins

Sigurjón Bragi Geirsson er matreiðslumeistari og yfirkokkur hjá Flóru veisluþjónustu. Sigurjón lærði á Hótel Borg á árunum 2007–2010 enn síðan þá hefur hann starfað á fjölmörgum veitingastöðum og tekið virkan þátt í keppnum bæði hérlendis og erlendis. Hann keppti með Kokkalandsliði Íslands 2017–2020 og var þjálfari liðsins, sem vann til bronsverðlauna á Ólympíuleikum í Stuttgart. Sigurjón hlaut titilinn Kokkur ársins árið 2019 og keppti í Bocuse d’Or, þar sem hann náði 5. sæti í Evrópu og 8. sæti í aðalkeppninni í Lyon 2023.

sigurjón

Dómari í Konfektmoli ársins

Ásgeir Sandholt er fjórði ættliður bakara í hinu rómaða Sandholt bakaríi. Hann hefur unnið þar frá unga aldri og byggt upp einstakan feril sem kondiotori. Ásgeir lærði í Danmörku og útskrifaðist með hrósi frá RTH Ringsted árið 1999. Hann hefur unnið til fjölda verðlauna, þar á meðal Eftirréttur ársins árið 2017, auk fjölda gullverðlauna á alþjóðlegum mótum. Ásgeir er þekktur fyrir sköpunargleði, fagmennsku og ástríðu fyrir gæðahráefni, og hefur kennt og miðlað þekkingu til fjölda fagmanna hérlendis og erlendis.

Ásgeir Sandholt

Dómari í Konfektmoli ársins

Axel Þorsteinsson er bakari, konditor og frumkvöðull með yfir tuttugu ára alþjóðlega reynslu. Hann hefur starfað víða um heim, meðal annars í Miðausturlöndum, London, Mílanó og New York. Axel hefur tekið þátt í fjölda keppna með góðum árangri, bæði á Íslandi, í Evrópu og í Dubai. Axel sigraði í Eftirréttur ársins árið 2015. Í dag er Axel eigandi Hygge Coffee & Micro Bakery, þar sem hann sameinar handverk, gæði og nútímalega sýn í notalegu umhverfi.

Axel