Dómarar í Eftirréttur ársins og Konfektmoli ársins

miðvikudagur 22. okt. 2025 kl. 13.29
Fréttir garra

Garri heldur keppnirnar Eftirréttur ársins og Konfektmoli ársins þriðjudaginn 28. október á La Primavera í Hörpu.

Eftirréttur ársins hefst klukkan 8:30 og fyrsti keppandinn skilar disk klukkan 8:50. Alls munu 27 keppendur kynna eftirrétti fyrir dómurum og 10 keppendum skila konfektmola til dómnefndar.
Þetta er einstakt tækifæri til að sjá fagfólk í skapandi umhverfi.

📍 Staður: La Primavera, Hörpu
🕣 Tími: 28. október, kl. 8:30

👩‍🍳 Eftirréttur ársins: Keppendur 27

👩‍🍳 Konfektmoli ársins: Keppendur 10

✨ Úrslit: Klukkan 17:00

Í keppninni er dæmt eftir fimm matsatriðum: Uppskriftaskil og skýrleika (10%), þar sem nákvæmni og greinargóð vinnulýsing skiptir máli; samsetningu innihaldsefna og tengingu við þema (25%); bragði og áferð (35%); framsetningu og nýsköpun (20%); og loks faglegum vinnubrögðum, hreinlæti og skipulagi (10%).

Komdu og njóttu dagsins þar sem sköpun, ástríða og sæta lífið mætast !

Eftirréttir-1080x1080_0000s_0011_Garri-Eftirréttur-2024163.jpg

Yfirdómari í Eftirréttur ársins

Snædís Xyza Mae Jónsdóttir er matreiðslumeistari og þjálfari íslenska Kokkalandsliðsins. Hún er í dag yfirkokkur á Fröken Reykjavík, Hótel Reykjavík Saga. Snædís hefur mikla keppnisreynslu og unnið fjölda verðlauna, meðal annars Eftirréttur ársins árið 2018, Arctic Chef, og gull í heita á World Cup Luxembourg 2018. Snædís hefur keppt og sigrað með Kokkalandsliðinu sem náði til dæmis frábærum árangri á Ólympíuleikunum í matreiðslu 2020 og árið 2024.

Snæ_

Dómari í Eftirréttur ársins

Hinrik Örn Lárusson er verðlaunaður matreiðslumaður, frumkvöðull og veitingamaður sem hefur markað sér sterk spor í íslenskri matargerð. Hann hefur unnið titilinn Ungi kokkur Íslands tvisvar og hlotið silfur á Ungi kokkur Norðurlanda tvívegis. Hinrik var Matreiðslumaður ársins 2024 og Matreiðslumaður Norður-Evrópu 2025. Hann keppti sem commis með Viktori í Bocuse d’Or 2017, þar sem þeir unnu brons. Hinrik er næsti keppandi Íslands í Bocuse d‘Or. Hinrik er stofnandi og eigandi Lux veitinga, Sælkerabúðarinnar, Sælkeramatar og Asks, og undirbýr nú opnun nýs staðar, Brasa, í Kópavogi.

HInrik_

Dómari í Eftirréttur ársins

Sigurjón Bragi Geirsson er matreiðslumeistari og yfirkokkur hjá Flóru veisluþjónustu. Sigurjón lærði á Hótel Borg á árunum 2007–2010 enn síðan þá hefur hann starfað á fjölmörgum veitingastöðum og tekið virkan þátt í keppnum bæði hérlendis og erlendis. Hann keppti með Kokkalandsliði Íslands 2017–2020 og var þjálfari liðsins, sem vann til bronsverðlauna á Ólympíuleikum í Stuttgart. Sigurjón hlaut titilinn Kokkur ársins árið 2019 og keppti í Bocuse d’Or, þar sem hann náði 5. sæti í Evrópu og 8. sæti í aðalkeppninni í Lyon 2023.

sigurjón

Dómari í Konfektmoli ársins

Ásgeir Sandholt er fjórði ættliður bakara í hinu rómaða Sandholt bakaríi. Hann hefur unnið þar frá unga aldri og byggt upp einstakan feril sem kondiotori. Ásgeir lærði í Danmörku og útskrifaðist með hrósi frá RTH Ringsted árið 1999. Hann hefur unnið til fjölda verðlauna, þar á meðal Eftirréttur ársins árið 2017, auk fjölda gullverðlauna á alþjóðlegum mótum. Ásgeir er þekktur fyrir sköpunargleði, fagmennsku og ástríðu fyrir gæðahráefni, og hefur kennt og miðlað þekkingu til fjölda fagmanna hérlendis og erlendis.

Ásgeir Sandholt

Dómari í Konfektmoli ársins

Axel Þorsteinsson er bakari, konditor og frumkvöðull með yfir tuttugu ára alþjóðlega reynslu. Hann hefur starfað víða um heim, meðal annars í Miðausturlöndum, London, Mílanó og New York. Axel hefur tekið þátt í fjölda keppna með góðum árangri, bæði á Íslandi, í Evrópu og í Dubai. Axel sigraði í Eftirréttur ársins árið 2015. Í dag er Axel eigandi Hygge Coffee & Micro Bakery, þar sem hann sameinar handverk, gæði og nútímalega sýn í notalegu umhverfi.

Axel

Fleiri Fréttir

Umhverfisskýrsla Garra 2020

Fréttir garra
14. júl 2021

Frá því að Garri hóf að mæla kolefnispor félagsins árið 2015 hefur umtalsverður árangur náðst í umhverfismálum.

Garri vinnur markvisst að því að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif félagsins með hagkvæmni í rekstri, endurnýtingu og endurvinnslu.

Gríðarlegur árangur hefur náðst eftir að Garri flutti Hádegismóa í lok árs 2017, en nýtt húsnæði, vélar og tæki í Garra nýta sér orkusparandi lausnir.

Þær lausnir hafa gert Garra kleift að reka mun stærra húsnæði og tækjabúnað á hlutfallslega umhverfisvænni hátt.

Heildarlosun árið 2020 minnkaði um 32 tonn CO2 ígilda eða um 24% frá árinu 2019. Hlutfallslega mest í umfangi 3, sem er óbein losun frá virðiskeðjunni.

Covid hafði talsverð áhrif á veltu og heildarlosun árið 2020 og greinileg merki eru á milli umsvifa í rekstri og heildarlosunar.

Umhverfisskýrsla 2020 hefur verið birt á vef Garra.

Lesa nánar

Jólatilboð 2020

Fréttir garra
02. des 2020

Kæru viðskiptavinir

Í tilefni jólahátíðarinnar höfum við sett spennandi kræsingar á tilboð fyrir jólaseðilinn og önnur skemmtileg tilefni í kringum hátíðirnar 🎅 

Skoðaðu tilboðið og sendu inn pöntun hér í Vefverslun Garra 👇 www.garri.is/vefverslun/kynningarsíður/jolatilbod-2020

Sendu inn pöntun hér í Vefverslun Garra eða hafðu samband við söludeild fyrir nánari upplýsingar.

Lesa nánar

Gleðilega verslunarmannahelgi og munum að við erum öll almannavarnir

Fréttir garra
28. júl 2020

Kæru viðskiptavinir

Við óskum ykkur gleðilegrar verslunarmannahelgar og vonum að þið hafið það einstaklega gott um helgina.

Undanfarna daga hafa verið að koma upp einangraðar sýkingar vegna COVID-19. Nú þegar verslunarmannahelgin nálgast er mikilægt að við bregðumst öll við og gerum allt sem við getum til að koma í veg fyrir að faraldurinn fari aftur af stað og að smitum fjölgi enn frekar.

Sérstaklega ber að minna á eftirfarandi:• Handþvott og handsprittun• Virða 2ja metra nándarregluna• Veitinga- og gististaðir fylgja leiðbeiningum um hlaðborð

Gangi ykkur vel og munum að við erum öll almannavarnir.

Við minnum á hreinlætislausnirnar okkar sem hafa reynst vel í gegnum tíðina. Frábær vörumerki og lausnir sem eru hagkvæmar og tímasparandi, og aðstoða þig með afkastameiri og hraðari þrif.

Við höfum tekið saman úrval af vörum sem virka sem vörn gegn COVID-19 í Vefverslun Garra. Einfaldlega skráðu þig inn í vefverslunina og finndu úrvalið sem hreinlætissérfræðingarnir okkar mæla með undir kynningarlistanum Sóttvarnir gegn COVID-19.

Hafðu samband við söludeild Garra ef þig vantar faglega ráðgjöf í hreinlætismálum.

Lesa nánar