Hér er hægt að skoða diskana úr keppninni Eftirréttur Ársins 2016 sem Garri hélt 27. október síðastliðinn.
Daníel Cochran Jónsson (Sushi Samba) fór með sigur af hólmi í ár en í öðru sæti varð Íris Jana Ásgeirsdóttir (Fiskfélagið) og í þriðja sæti Þorsteinn Halldór Þorsteinsson (Vox).
Þema keppninnar var Dökkt Súkkulaði & Rauð Ber og unnið var með súkkulaði frá Cacao Barry, ávaxtapúrrur frá Capfruit og KEN rjóma.