Eftirréttur Ársins & Konfektmoli Ársins 2021 - Nýr Heimur - Vegan

þriðjudagur 21. sept. 2021 kl. 09.32
Fréttir garra
DSC_5069.jpg

Skráning er hafin

Eftirréttur Ársins & Konfektmoli Ársins verður haldin þriðjudaginn 2. nóvember á La Primavera í Hörpu.

Þema keppninnar er Nýr Heimur - Vegan. Hver og einn keppandi túlkar þemað eftir sínu höfði, en þema þarf að skila sér t.a.m. í hráefni, áferð, nafni, uppbyggingu osfrv.

Keppnisrétt hafa þeir sem lokið hafa sveinsprófi í matreiðslu, konditori og bakaraiðn eða eru á nemasamningi í fyrrnefndum greinum. Undantekningartilvik frá ofannefndu verða metin sérstaklega.

Eftirfarandi hráefni eru skylduhráefni:

  • Cacao Barry Ocoa 70%
  • CapFruit ávaxtapúrrur; Berriolette og/eða Exotic Ginger
  • Risso rjómi
  • OMED olía - Jómfrúar ólífuolía Arbequina/Reykt ólífuolía/Jómfrúar ólífuolía Picual,/Yuzu ólífuolía


Opnað hefur verið fyrir skráningu í keppnirnar. Skráning er með tölvupósti á bjarturlogi@garri.is
Þrjátíu sæti eru í boði í báðum keppnum.

Skráningarfrestur er til 26.október 2021.

Við skráningu þarf að koma fram: nafn, starfsheiti, vinnustaður, netfang og farsími.

Nánari upplýsingar gefur Bjartur í síma 696-4438 eða bjarturlogi@garri.is