Eftirréttur Ársins og Konfektmoli Ársins 2017

miðvikudagur 6. des. 2017 kl. 14.53
Fréttir garra
Eftirréttur Ársins 2017

Keppn­irnar Eft­ir­rétt­ur Árs­ins og Konfektmoli Ársins fóru fram á sýn­ing­unni Stór­eld­húsið 2017 í Laugardalshöll. Garri hefur um árabil haldið eftirréttakeppnina við góðan orðstír og hefur hún vakið verðskuldaða athygli í faginu. Á þessu ári bættist við keppnin Konfektmoli Ársins sem var nú haldin samhliða.


Í ár var keppnin mjög hörð keppni og mjótt á munum, augljóst er að gæðin eru mikil hjá keppendum sem eykst með hverju árinu. Garri hélt nú í fyrsta skiptið keppnina Konfektmoli Ársins samhliða eftirréttakeppninni. Þema ársins var Flóra Íslands.


Sigurvegari í Eftirréttur Ársins í ár var Ásgeir Sandholt frá Brennda Brauðið sem hlýtur að launum námskeið hjá Chocolate Academy Cacao Barry erlendis. Í öðru sæti lenti Garðar Kári Garðarsson frá Deplum og í þriðja sæti Daníel Cochran Jónsson frá Sushi Social.


Sigurvegari í Konfektmoli Ársins 2017 var Chidaphna Kruasaeng frá HR Konfekt sem hlýtur að launum námskeið hjá Chocolate Academy Cacao Barry erlendis. Í öðru sæti lenti Arnar Jón Ragnarsson frá Sandholt og í þriðja sæti Lauren Colatrella frá Mosfellsbakarí.


Dómarar í Eftirréttur Ársins 2017 voru þeir Þráinn Vignir Vigfússon sem jafnframt var yfirdómari, Sigurður Laufdal og Axel Clausen. Dómarar í Konfektmoli Ársins voru Karl Viggó Vigfússon yfirdómari og meðdómari Júlía Skarphéðinsdóttir matreiðslumaður. Það er mikill heiður að fá þessa einstaklinga til starfa en þeir hafa mikla reynslu í matreiðslukeppnum og dómarastörfum.


Eftirréttur Ársins 2017

1.sæti Ásgeir Sandholt - Brennda Brauðið

2.sæti Garðar Kári Garðarsson - Deplar

3. sæti Daníel Cochran Jónsson - Sushi Social


Konfektmoli Ársins 2017

1. sæti Chidapha Kruasaeng - HR Konfekt

2.sæti Arnar Jón Ragnarsson - Sandholt

3.sæti Lauren Colatrella - Mosfellsbakarí


Myndir: Eftirréttir, konfektmolar og keppnin