Skráning er hafin í Eftirréttur Ársins og Konfektmoli Ársins 2022 Ávaxtarík upplifun

miðvikudagur 7. sept. 2022 kl. 14.13
Fréttir garra

Eftirréttur ársins og Konfektmoli ársins verður haldinn fimmtudaginn 10. nóvember á sýningunni Stóreldhúsið 2022 í Laugardalshöll. Garri hefur haldið keppnina Eftirréttur ársins frá árinu 2010 og Konfektmoli ársins frá árinu 2017.

Keppnisrétt hafa þeir sem lokið hafa sveinsprófi í matreiðslu, konditori og bakaraiðn eða eru á nemasamning í fyrrnefndum greinum. Undantekningartilvik frá ofan nefndu verða metin sérstaklega.

Keppendur fá ítarlega lýsingu á keppnisreglum og aðstöðu að lokinni skráningu.

Þema keppninnar í ár er ávaxtarík upplifun

Eftirfarandi hráefni eru skylduhráefni:

  • Cacao Barry; Evocao™. bragðmikið og ávaxtaríkt dökkt súkkulaði, unnið 100% úr hreinum kakóávöxtum. 100% sjálfbært súkkulaði.
  • CapFruit ávaxtapúrra, Rabarbara
  • Andrea Milano, Balsamic Aceto Di Modena

Dómarar í Eftirréttur Ársins

Ólöf Ólafsdóttir

Ólöf Ólafs.jpg

Fyrsta sæti í Eftirréttur Ársins árið 2021

Konditor/pastrychef frá Zealand Business College

Diploma í “plated desserts” frá the Chocolate Academy of Chicago

Head pastry chef Monkeys

Sebastian Pettersson

Image-2.jpeg

Executive pastry chef Tak í miðborg Stokkhólms

Liðsstjóri sænska junior kokkalandsliðsins.

Sebastian hefur unnið til fjölda verðlauna þar á meðal gullverðlaun og til heildarverðlauna á Ólympíuleikunum í Lúxemborg árið 2018.

Sebastian hefur unnið á nokkrum þekktum Michelin veitingastöðum, meðal annars Oaxen Krog, Operakällaren & Ekstedt.

Sigurjón Bragi Geirsson

Sigurjón-Bragi-Geirsson-225x300.jpeg

Bocusd ’Or canditat 🇮🇸 2021-2023
2019 Kokkur Ársins
2020 Þjálfari íslenska kokkalandsliðsins

Ólöf Ólafsdóttir.jpg

Dómarar í Konfektmoli Ársins

Karl Viggó Vigfússon

VIggó V.JPG

Bakari og konditor, Íslenska kokklandsliðið

Stofnandi Blackbox, Omnom, Skúbb

Eigandi Héðinn Kitchen & Bar

Vigdís Mi Diem Vo

Vigdís Mi Diem Vo.jpg

Fyrsta sæti í Konfektmoli ársins 2021, 2.sæti í Konfektmoli ársins 2020, 3. sæti í Konfektmoli árins 2019, 3.sæti í Eftirréttur ársins árið 2013.

Konditori og bakarameistari

Eigandi Kjarr Restaurant

DSC_4519.jpg

FYRSTU VERÐLAUN: EFTIRRÉTTA NÁMSKEIÐ HJÁ CACAO BARRY

100% af kakóbaunum Cacao Barry styðja sjálfbæra kakóuppsprettu.

Raunveruleiki loftslagsbreytinga, skógareyðing og kolefnislosun er raunveruleg ógn við vistkerfi kakó, líf bænda og að lokum kakóbragðsins.

Cacao Barry® er stolt af því að styðja við Cocoa Horizons Foundation. Hlutverk þess er að bæta lífsviðurværi kakósins og bænda um allan heim í gegnum kynningu á sjálfbærum venjur, samfélags- þróunarverkefnum og skógrækt.

Í hvert skipti sem þú kaupir Cacao Barry vörur fer hluti til að fjármagna COH Foundation, sem vinnur að því að bæta líf bænda, uppræta barnavinnu og færa okkur daglega nær markmiði okkar um að ná jákvæðum áhrifum á skógareyðingu og kolefnisfótspor.

Cacao Barry logo