Fyrirtæki Ársins 2024!
Garri fékk viðurkenningu frá VR fyrir að vera eitt af þremur “fyrirtækjum ársins” í flokki stórra fyrirtækja
Í könnun VR á Fyrirtæki ársins er viðhorf starfsfólks til lykilþátta í starfsumhverfi vinnustaðarins metið. Könnunin er vettvangur fyrir félagsfólk til að koma skoðunum sínum á framfæri og láta stjórnendur vita af því sem vel er gert og hvað betur má gera.
Þær sýna ekki einungis hver staða fyrirtækisins er í augum starfsmanna heldur einnig hver staða þess er í samanburði við önnur fyrirtæki á vinnumarkaði.
Heildareinkunn fyrirtækja er reiknuð út frá viðhorfi starfsfólks til ólíkra þátta starfsumhverfis. Spurt er um stjórnun, launakjör, starfsanda, jafnrétti, starfsánægju, og fleira.
Þau fyrirtæki sem skara fram úr í könnuninni hljóta formlega viðurkenningu, enda ærin ástæða til að vekja athygli á frammistöðu þeirra.
Þrjú efstu fyrirtækin í hverjum stærðarflokki eru útnefnd Fyrirtæki ársins 2024. Við hjá Garra erum gríðarlega stolt af þessum árangri og þeirri vegferð sem við erum á. Niðurstöðurnar gefa okkur tækifæri til að vita hvort og hvar úrbóta er þörf sem og hvetur okkur áfram að gera vel.
