Götulokanir vegna leiðtogafundar og áhrif á dreifingu á því svæði

föstudagur 5. maí 2023 kl. 08.49
Fréttir garra

Svæðið í kringum Hörpu og í Kvosinni verður lokað fyrir umferð almennra ökutækja, nema viðbragðsaðila, frá kl. 23 mánudaginn 15. maí til kl. 18:00 miðvikudaginn 17. maí.

Því verður ekki dreift á þessu svæði þriðjudaginn 16. maí og miðvikudaginn 17. maí.

Mánudagurinn 15. maí: UPPFÆRT

Öll vörulosun innan lokaða svæðisins skal vera lokið fyrir kl. 11.00 mánudaginn 15. maí og verður ekki hægt að fá afhentar vörur með bíl innan svæðisins fyrr en eftir kl. 18.00 miðvikudaginn 17. maí.

Þriðjudagurinn 16. maí verður hægt að sækja pantanir í Garra til kl. 16:00

Miðvikudaginn 17.maí verður hægt að sækja pantanir í Garra til kl. 18:00 í stað 16:00.

Fimmtudagurinn 18. maí er uppstigningardagur. Á þeim degi verður dreifing á þessu svæði milli klukkan 11:00 og 15:00 eftir þörfum.

Þeir sem óska eftir að fá afhent fimmtudaginn 18. maí þurfa að setja í athugasemd þegar pöntun er gerð að óskað er eftir því að fá afhent fimmtudag og hafa samband við sölumann hjá Garra. Pöntun þarf að berast fyrir miðnætti daginn áður.

Þau fyrirtæki sem við teljum að verði fyrir áhrifum af lokunum fá tölvupóst frá okkur næstu daga.

Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við þjónustuborð Garra eða ykkar tengilið.