Garri í samstarfi við Cacao Barry stendur fyrir súkkulaði og eftirréttanámskeiðum dagana 10. og 11. janúar 2017. Námskeiðin eru í formi sýnikennslu þar sem útbúnir verða hágæða eftirréttir með ýmsum tækniatriðum. Leiðbeinendur námskeiðsins eru Kent Madsen og Britta Moesgaard og koma þau frá Cacao-Barry í Danmörku.
Um er að ræða sama námskeiðið haldið sitt hvorn daginn og mun það fara fram í húsnæði Garra að Lynghálsi 2, 110 Reykjavík.
Tvær dagsetningar eru í boði:
10. janúar 13:30 til 17:00
11. janúar 13:30 til 17:00
Skráning
Ef áhugi er fyrir hendi þá vinsamlegast skráið ykkur hér á Skráningarsíðu eða með því að senda tölvupóst á ivar@garri.is
Ath. Takmarkað sætaframboð – fyrstur kemur fyrstur fær.
Ath. Námskeiðið fer fram á ensku.
Smelltu á myndina og skoðaðu fróðlegt myndband frá Cacao Barry