Garri hlýtur jafnlaunavottun

miðvikudagur 22. júní 2022 kl. 13.39
Fréttir garra

Garri hlaut á dögunum jafnlaunavottun frá vottunarstofunni BSI á Íslandi. Jafnlaunavottunin er staðfesting þess að jafnlaunakerfi Garra samræmist kröfum jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. Með jafnlaunavottuninni öðlast Garri heimild til að nota jafnlaunamerkið til næstu þriggja ára.

Megintilgangur jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnustöðum.

Rakel Heiðmarsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri, bar ábyrgð á innleiðingu jafnlaunavottunar hjá Garra og mun fylgja henni eftir á komandi mánuðum og árum. “Ég lít á þetta sem spennandi tækifæri til að tryggja sanngjarna og faglega ákvörðunartöku þegar kemur að launum og starfsþróun starfsmanna hjá Garra” segir Rakel.

“Það er virkilega ánægjulegt að Garri sé kominn í hóp öflugra fyrirtækja sem vinna samkvæmt faglegu ferli jafnlaunavottunar” segir Magnús R. Magnússon, framkvæmdastjóri Garra.

Jafnlaunavottun BSI

Jafnlaunavottun BSÍ f. ljósan grunn