Innblástur: Ardo grænkál

föstudagur 13. okt. 2023 kl. 12.57
Fréttir garra
Pie with curly kale

Grænkál er með því fyrsta sem fólk hugsar þegar það heyrir ofurfæða og ekki af ástæðulausu, grænkálið er ríkt af a-, b-, og c-vítamíni og kalíni, fosfóri, járni o.fl.

Það er auðveldlega hægt að bæta næringargildi og gæði rétta með því að bæta grænkáli í uppskriftina.

Nokkrar hugmyndir um rétti sem verða betri með grænkáli:

- Smoothie/boost

- Eggjakökur og aðrir eggjaréttir

- Grænmetisbökur

- Grjóna og baunaréttir

- Ofan á pizzu

- Viðbót í salatblöndu

- Sem snakk

Þar sem grænkál geymist ekki lengi ferskt er tilvalið að nota grænkálið frá Ardo, bæði auðvelt og þæginlegt í notkun en einnig verður grænkálið örlítið sætara þegar það er fryst.

Laus blöðin á kálinu eru fryst í stöku lagi til að varðveita náttúrulega byggingu þeirra. Þetta bragðgóða haust- og vetrargrænmeti er fáanlegt allt árið um kring í bestu fáanlegum gæðum.

Grænkálsbaka

Hráefni fyrir 6 manns:

1 Tilbúin smjördeigsörk

450 g Ardo grænkál

250 g Ardo hvítkál

75 g rifinn ostur

250 g crème fraîche

4 egg

2 matskeiðar af smjöri/olíu

50 g heslihnetuflögur

Salt og pipar

Undirbúningur

Fletjið smjördeigið út þannig að það passi í bökunarform.

Steikið hvítkálið og grænkálið á pönnu í smjörinu/olíunni og kryddið með salti og pipar.

Blandið grænmetinu saman við rifna ostinn og helminginn af heslihnetuflögunum og dreifið þessari blöndu yfir smjördeigið.

Þeytið egg og crème fraîche saman og hellið yfir kálblönduna.

Stráið afgangnum af heslihnetuflögunum jafnt yfir alla bökuna.

Bakið í forhituðum ofni við 200°C í 35 mínútur.

Þegar bakan er orðin gyllt skaltu bera fram volga, bakan er góð sem meðlæti með kjöti eða kjúkling en einnig sem stakur réttur.

Breakfast Smoothies - Green morning machine