Kíktu við hjá okkur á Stóreldhúsið 2024. Við erum nokkuð viss um að þú upplifir eitthvað nýtt og skemmtilegt.
Salt, sætt, Jordà Specials og streetfood toppings
Nýstárleg vara og hráefni sem koma skemmtilega á óvart og gefa réttunum þínum þessa óvæntu áferð.
Maarten Jordaens, Michelin kokkur og eigandi Jordà verður á Stóreldhúsinu með Garra og kynnir spennandi úrval frá Jorda. Ástríða hans er að finna besta hráefni í heimi og breyta því í einstakt bragðgott toppings fyrir matreiðslufólk.
Eftirréttur ársins og Konfektmoli ársins er vettvangur fyrir framúrskarandi fagfólk í matreiðslu. Keppnirnar hafa vakið athygli fyrir sköpunargáfu, metnað og fagleg vinnubrögð keppenda. Keppnin fer fram á Stóreldhússýningunni fimmtudaginn 31. október. Úrslit verða tilkynnt klukkan 17 sama dag.
Spennandi vörur og skemmtilegt spjall
Kokkarnir í Garra ætla að framreiða nokkrar nýjar vörur. Kíktu endilega við.