Garri í samstarfi við Nordic Spice stendur fyrir spennandi námskeiðum dagana 6. og 7. febrúar 2018.
Námskeiðin fara fram í nýju húsnæði Garra að Hádegismóum 1, 110 Reykjavík.
Um er að ræða tvö ólík námskeið:
6. febrúar 13:30 til 16:30
A la carte eldhúsið, áhersla lögð á kryddun og matreiðslu á hágæða a la carte réttum.
7. febrúar 13:30 til 16:30
Mötuneyti, áhersla lögð á kryddun og matreiðslu á réttum sem henta mötuneytum, stórum sem smáum.
Námskeiðin eru í formi sýnikennslu þar sem útbúnir verða ljúffengir hágæða réttir. Það sem gerir námskeiðið spennandi er kennsla á ýmsum tækniatriðum í meðhöndlun á þurrkuðum kryddum og kryddjurtum í matargerð.
Skráning
Ef áhugi er fyrir hendi þá vinsamlegast skráið ykkur hér á Skráningarsíðu eða með því að senda tölvupóst á arni@garri.is
Lærðu betur á notkun þurrkrydda og kryddjurta í matreiðslu
Leiðbeinandi námskeiðsins er André Wessman matreiðslumaður frá Nordic Spice Svíþjóð. André stýrir þróunarvinnu hjá Nordic Spice og hefur víðtæka reynslu úr veitingageiranum í Svíþjóð. Hann hefur starfað á fjórum Michelinveitingastöðum í Svíþjóð, meðal annars á Operakällaren í Stokkhólmi þar sem hann var yfirkokkur.
Þinn ávinningur af námskeiðinu getur verið: