Kynning í Garra með Sofi Granlund – Sérfræðingur í bakkelsi og innblæstri!

þriðjudagur 18. mars 2025 kl. 11.58
Fréttir garra

Við erum spennt að fá Sofi Granlund, reyndan bakara og sætabrauðskokk með áratugalanga reynslu til að deila þekkingu sinni með okkur!

Miðvikudaginn 9. apríl verður spennandi kynning í Garra þar sem við kynnum nýjungar frá Bridor og Sofi veitir innblástur og hugmyndir um notkun á vörum Bridor. Ef þú vilt innblástur til að skapa girnilega og faglega framreidda morgunverðarrétti, fá hugmyndir fyrir funda- og ráðstefnu veitingar þá er þetta fyrir þig!

Ekki missa af tækifærinu til að fá innblástur frá einum af fremstu sérfræðingum í faginu.

Skráðu þig í hér!

Sofi hóf feril sinn sem bakari og sætabrauðskokkur hjá Aromatic í Stokkhólmi, þar sem hún starfaði í 14 ár. Sofi starfaði þar sem tæknibakari og ferðaðist um heiminn til viðskiptavina og aðstoðaði við innleiðingu á nýjum vörum og við að bæta uppskriftir með vörum Aromatic.

Sofi starfaði jafnframt hjá Jästbolaget, eina fyrirtækisins í Svíþjóð sem framleiðir ger, sem vörusérfræðingur í þróunardeildinni.

Árið 2018 hóf Sofi störf sem tæknibakari hjá Bridor og kynnir vörur þeirra , þróar uppskriftir og þjónustar viðskiptavini.

Hlökkum til að sjá þig í Garra miðvikudaginn 9.apríl klukkan 14:00.

SOFI GRANLUND avec toque HD