Eftirréttur Ársins & Konfektmoli Ársins verður haldin þriðjudaginn 2. nóvember á La Primavera í Hörpu.
Garri hefur haldið keppnina Eftirréttur Ársins frá árinu 2010 en þá sigraði Ingimar Alex Baldursson og Konfektmoli Ársins frá árinu 2017 en þá sigraði Xhidapha Kruasaeng.
Fyrsti rétturinn verður borin fram klukkan 10:00 og úrslit eru kynnt klukkan 16:30.
Dómarar í Eftirréttur Ársins:
Sigurður Laufdal - Bocuse d´Or keppandi 2021
Solla Eiríksdóttir – Matarhönnuður
Erlendur Eiríksson Matreiðslumeistari
Dómarar í Konfektmoli Ársins:
Ari Þór Gunnarsson þjálfari kokkalandsliðsins
Kristleifur Halldórsson, Matreiðslumeistari
Þema keppninnar er Nýr Heimur - Vegan. Hver og einn keppandi túlkar þemað eftir sínu höfði, en þema þarf að skila sér t.a.m. í hráefni, áferð, nafni, uppbyggingu osfrv.
Eftirfarandi hráefni eru skylduhráefni:
Keppnisrétt hafa þeir sem lokið hafa sveinsprófi í matreiðslu, konditori og bakaraiðn eða eru á nemasamningi í fyrrnefndum greinum. Undantekningartilvik frá ofannefndu verða metin sérstaklega.
Við hlökkum til að sjá ykkur.