Páskauppskriftir frá Cacao Barry

mánudagur 17. feb. 2025 kl. 12.50
Fréttir garra

Easter (7)

Súkkulaði er órjúfanlegur hluti af páskahátíðinni og táknar bæði gleði og samveru.

Hefðin að borða súkkulaði um páskana á rætur sínar í Evrópu og þróaðist í gegnum aldirnar. Upphaflega var páskaegg tákn um frjósemi og nýtt líf, en áður en súkkulaði kom til sögunnar voru egg skreytt og gefin að gjöf.

Á 19. öld byrjuðu franskir og breskir sælgætisgerðarmenn að framleiða fyrstu súkkulaðieggin þegar tækniframfarir gerðu kleift að móta súkkulaði í föst form. Hefðin breiddist hratt út og varð vinsæl í mörgum löndum. Í dag eru súkkulaðiegg og aðrar páskasælgætisvörur stór hluti af páskahátíðinni, bæði sem ljúffengur siður og sem hluti af hátíðahaldi fjölskyldna.

Gæða súkkulaði frá Cacao Barry gegnir mikilvægu hlutverki í þessari hefð. Fyrirtækið framleiðir hágæða kakóafurðir sem notaðar eru í handgerð páskaegg og sælkerasúkkulaði um allan heim.

Súkkulaði frá Cacao Barry er vinsælt meðal sælkerakokka og konfektgerðafólks sem leggur áherslu á gæði og einstaka bragðupplifun. Margir súkkulaðigerðarmenn skapa listaverk úr súkkulaði, allt frá fíngerðum eggjum til flókinna skúlptúra. Þannig blandast hefðbundnar páskahefðir saman við nýjar bragðupplifanir, þar sem Cacao Barry veitir sælkerum einstakt súkkulaði til að njóta hátíðarinnar.

Cacao Barry Easter & Spring booklet - Nordic