Ráðstafanir og öryggisaðgerðir vegna COVID-19 kórónuveirunnar

þriðjudagur 17. mars 2020 kl. 16.14
Fréttir garra
covid

Ágæti viðskiptavinur.

Í kjölfar þess ástands sem skapast hefur vegna COVID-19 veirunnar hefur verið gripið til ýmissa ráðstafana hjá Garra til að tryggja að þjónustustig fyrirtækisins raskist ekki og að öryggi viðskiptavina, starfsfólks og fjölskyldna þeirra sé tryggt eins og kostur er.

● Lokað hefur verið fyrir alla utanaðkomandi umferð í vöruhúsi og skrifstofu Garra. Eingöngu starfsfólk Garra má koma inn í húsið. Viðskiptavinum er bent á að panta vörur í Vefverslun Garra eða í síma 5 700 300.

● Enginn beinn samgangur er á milli starfsfólks vöruhúss, bílstjóra og skrifstofu.

● Í öllum deildum fyrirtækisins er lögð mikil áhersla á handþvott, sótthreinsun, almennt hreinlæti og umgengnisreglur samkvæmt tilmælum Landlæknisembættisins.

● Sérstakar þrifaáætlanir hafa verið virkjaðar fyrir vöruhús, skrifstofu og sendibíla fyrirtækisins.

● Umgengnisreglur í mötuneyti hafa verið hertar. Allur matur er skammtaður og fáir starfsmenn borða í einu. Búið er að dreifa úr borðum og lágmarksfjarlægð milli manna er tryggð. Allir starfsmenn þrífa og sótthreinsa sín borð og stóla eftir matarhlé.

● Starfsfólk vöruhússins vinnur á vöktum.

● Öll vinnutæki starfsfólks svo sem handtölvur, týnslutæki, lyklaborð og snertiskjáir eru þrifin og sótthreinsuð reglulega.

● Bílstjórar klæðast einnota hönskum í hvert skipti sem vöruafhending fer fram og setja upp nýja hanska á hverjum komustað. Handspritt er í öllum bílum.

● Bílstjórar sjá alfarið um að kvitta á reikninga í viðurvist móttakanda og afhenda vöruna. Viðskiptavinir kvitta ekki á nótur.

● Lokað hefur verið á heimsóknir söluráðgjafa til viðskiptavina.

● Fundir hafa verið takmarkaðir og ekki haldnir nema brýn nauðsyn er til. Farið að tilmælum landlæknisembættisins um fjarlægð á milli fundarmanna. Notast er við Workplace og annan samskiptabúnað við fundarhöld ef þörf þykir.

Á þessum skrýtnu tímum breytast aðstæður hratt. Farið er yfir öll mál og áhættuatriði daglega. Samstarf starfsfólks Garra og viðskiptavina fyrirtækisins er einstakt, við metum það mikils og kappkostum að halda öllum upplýstum um leið og breytingar verða á þessu fyrirkomulagi.

Bestu kveðjur,

fyrir hönd starfsfólks Garra

Magnús R. Magnússon framkvæmdastjóri