Skráning: Eftirréttur Ársins og Konfektmoli Ársins 2024

mánudagur 2. sept. 2024 kl. 08.39
Fréttir garra

Garri heldur keppnina Eftirréttur ársins og Konfektmoli ársins fimmtudaginn 31. október á Stóreldhús sýningunni í Laugardalshöll og er skráning hafin.

Eftirréttur ársins og Konfektmoli ársins: Í fyrstu verðlaun er eftirréttanámskeið hjá Cacao Barry í Evrópu. Vinningshafi getur sótt námskeið til 30. júní árið 2025.

Nemaverðlaun: 50.000 kr. úttekt hjá Garra.

Keppnisrétt hafa þeir sem lokið hafa sveinsprófi í matreiðslu, konditori og bakaraiðn eða eru á nemasamningi í fyrrnefndum greinum. Undantekningartilvik eru metin sérstaklega.

Þema ársins er suðrænt og framandi

Skylduhráefni fyrir Eftirréttur ársins eru þrjú

  • Cacao Barry, Zéphyr Caramel™ 35% – hvítt súkkulaði með silkimjúkri áferð og sterku karamellumjólkurbragði.
  • Capfruit banana- eða lychee púrra. Frosið ávaxtamauk án viðbætts sykurs. Banana púrran gefur kraftmikið bragð. Lychee púrra er unnin úr fullþroskuðum lychee, framandi ávöxtur með sætu og ilmandi bragði.
  • Flaxfiber hvíti börkurinn úr sítrónu, þykkir, stabilizer og gefur mýkri áferð.

Skylduhráefni fyrir Konfektmoli ársins eru tvö

  • Cacao Barry, Zéphyr Caramel™ 35% – hvítt súkkulaði með silkimjúkri áferð og sterku karamellumjólkurbragði.
  • Capfruit banana- eða lychee púrra. Frosið ávaxtamauk án viðbætts sykurs. Banana púrran gefur kraftmikið bragð. Lychee púrra er unnin úr fullþroskuðum lychee, framandi ávöxtur með sætu og ilmandi bragði.

Notkun á súkkulaði, púrrum og þykkingarefnum frá öðrum framleiðendum er ekki leyfileg í keppninni.

Skráningingarfrestur er liðinn: Eftirréttur ársins 2024

Skráningarfrestur er liðinn: Konfektmoli ársins 2024

Grunnhráefnispakki til æfinga fylgir skráningu og greiðslu á 5.000 kr. staðfestingargjaldi. Gjaldið endurgreiðist þeim sem mæta samkvæmt tímaplani á keppnisstað. Staðfestingargjald skal leggja inn á reikning: 0301-26-000817; kt. 670892-2129.

Skráningarfrestur er til 20. október 2024.

Nánari upplýsingar of vægi matsatriða fyrir Eftirréttur ársins

Nánari upplýsingar og vægi matsatriða fyrir Konfektmoli ársins

Nánari upplýsingar veitir Hulda í síma 858-0333 eða hulda@garri.is

Gangi ykkur vel!

_MG_9570