Eftirréttur Ársins & Konfektmoli Ársins 2018 - skráning er hafin

fimmtudagur 27. sept. 2018 kl. 11.40
Fréttir garra
Eftirréttur Ársins & Konfektmoli Ársins 2018
Eftirréttakeppnin Eftirréttur Ársins verður haldin fimmtudaginn 18. október í Perlunni, nánar tiltekið við Út í bláinn sem er einstakt veitingahús staðsett undir glerkúpli Perlunnar. Töfrandi heimur þar sem skógur nemur við himinn, með óviðjafnanlegu útsýni í allar áttir.

Samhliða Eftirréttur Ársins höldum við nú í annað skipti keppnina Konfektmoli Ársins. Keppnin fer þannig fram að keppendur skila á keppnisstað átta tilbúnum konfektmolum í sömu tegund á fyrirfram ákveðnum tíma.

Þema keppninnar er HOT STUFF. Hver og einn keppandi túlkar þemað eftir sínu höfði. Þeminn þarf að skila sér t.a.m. í hráefni, áferð, nafni, uppbyggingu osfrv.

Keppnisrétt hafa þeir sem lokið hafa sveinsprófi í matreiðslu, konditori og bakaraiðn eða eru á nemasamningi í fyrrnefndum greinum. Undantekningartilvik frá ofannefndu verða metin sérstaklega.


Opnað hefur verið fyrir skráningu í keppnirnar.
Þrjátíu sæti eru í boði í báðum keppnum.
SKRÁNING HÉR Í EFTIRRÉTTUR ÁRSINS 2018
SKRÁNING HÉR Í KONFEKTMOLI ÁRSINS 2018

Nánari upplýsingar gefur Ívar í síma 858-3005 eða ivar@garri.is
Hér getur þú nálgast allar nánari upplýsingar um keppnina og hráefni sem eftirrétturinn eða konfektmolinn þarf að innihalda.

Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar:
EFTIRRÉTTUR ÁRSINS 2018
KONFEKTMOLI ÁRSINS 2018