Tilkynning vegna veðurs föstudaginn 14. febrúar

miðvikudagur 12. feb. 2020 kl. 17.00
Fréttir garra
MC stormur.jpg

Kæri viðskiptavinur

Veðurspáin fyrir föstudaginn 14. febrúar næstkomandi er með allra versta móti og því óvíst hvort hægt verði að afgreiða allar pantanir eins og venja er þann daginn.

Við hvetjum alla til að panta tímanlega svo við getum tryggt afhendingu á vörum fyrir helgina á fimmtudegi áður en vonskuveðrið skellur á.

Kærar kveðjur,
Starfsfólk Garra